FRÉTT FYRIRTÆKI 25. APRÍL 2017

Nýskráningar einkahlutafélaga á fyrsta ársfjórðungi 2017 voru 771, þar af 242 í janúar, 257 í febrúar og 272 í mars. Nýskráningum fjölgaði um 8% á fyrsta ársfjórðungi 2017, borið saman við fyrsta ársfjórðung 2016 þegar þær voru 712. Ef litið er á fjölda nýskráninga eftir helstu bálkum atvinnugreina voru flestar nýskráningar í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (142) og fasteignaviðskiptum (131). Sé borið saman við fyrsta ársfjórðung 2016 var hlutfallsleg fjölgun nýskráninga mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, þar sem þeim fjölgaði úr 77 í 142 (84%). Mest hlutfallsleg fækkun nýskráninga var í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum, þar sem þeim fækkaði úr 26 í 10 (62%). Síðustu 12 mánuði, frá apríl 2016 til mars 2017, fjölgaði nýskráningum einkahlutafélaga um 11% í samanburði við 12 mánuði þar á undan, en alls voru 2.725 ný einkahlutafélög skráð á síðustu 12 mánuðum, borið saman við 2.465 á fyrri 12 mánuðum.

Á fyrsta ársfjórðungi 2017 voru 197 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta, þar af 71 í janúar, 67 í febrúar og 59 í mars. Gjaldþrotabeiðnum fyrirtækja á fyrsta ársfjórðungi 2017 fækkaði um 38% frá fyrsta ársfjórðungi 2016, en þá voru þær 320. Ef litið er á helstu bálka atvinnugreina voru 51 gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og fækkaði þeim frá fyrsta ársfjórðungi 2016 úr 61 (fækkun um 16%), og í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum voru 34 gjaldþrot og fækkaði þeim úr 77 frá fyrsta ársfjórðungi fyrra árs (fækkun um 56%). Gjaldþrotabeiðnum fyrirtækja síðustu 12 mánuði, frá apríl 2016 til mars 2017, fjölgaði um 33% í samanburði við 12 mánuði þar á undan, en alls voru 907 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu, borið saman við 683 á fyrra tímabili.

Nýskráningar og gjaldþrot
  1. ársfjórðungur   Apríl–mars  
  2016 2017 % 2015-2016 2016-2017 %
Nýskráningar ehf.            
Alls 712 771 8 2.465 2.725 11
A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar   26 10 -62 89 76 -15
C Framleiðsla  30 39 30 93 113 22
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð   77 142 84 293 411 40
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum   65 67 3 266 276 4
H Flutningar og geymsla   16 16 0 49 60 22
I Rekstur gististaða og veitingarekstur   47 41 -13 172 155 -10
J Upplýsingar og fjarskipti  50 58 16 180 203 13
K Fjármála- og vátryggingastarfsemi   86 97 13 344 383 11
L Fasteignaviðskipti   114 131 15 394 431 9
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi   75 60 -20 229 220 -4
N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta   75 69 -8 204 266 30
Aðrar atvinnugreinar 51 41 -20 152 131 -14
             
Gjaldþrot            
Alls 320 197 -38 683 907 33
A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar   4 4 0 18 29 61
C Framleiðsla  20 10 -50 43 46 7
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð   61 51 -16 143 170 19
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum   77 34 -56 136 160 18
H Flutningar og geymsla   6 9 50 19 25 32
I Rekstur gististaða og veitingarekstur   19 18 -5 45 58 29
J Upplýsingar og fjarskipti  14 8 -43 34 57 68
K Fjármála- og vátryggingastarfsemi   30 9 -70 50 73 46
L Fasteignaviðskipti   25 20 -20 64 99 55
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi   29 12 -59 56 81 45
N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta   19 10 -47 36 49 36
Aðrar atvinnugreinar 16 12 -25 39 60 54

Hagstofa Íslands mun framvegis birta fréttatilkynningar um fjölda nýskráninga og gjaldþrota ársfjórðungslega, í stað mánaðarlega áður. Veftöflur um nýskráningar og gjaldþrot eftir bálkum atvinnugreina verða uppfærðar mánaðarlega, hér eftir sem hingað til.

Talnaefni:
  Fyrirtæki
  Gjaldþrot

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fyrirtaekjatolfraedi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.