FRÉTT FYRIRTÆKI 27. JANÚAR 2006

Nýskráð hluta- og einkahlutafélög voru 2.938 á síðasta ári og hefur nýskráningum því fjölgað um tæp 17% frá árinu 2004 þegar 2.517 ný félög voru skráð.  Hlutfallsleg skipting nýskráninga eftir atvinnugreinum er nokkuð jöfn á milli ára en ef nýskráningar eru skoðaðar eftir landsvæðum þá eru rúmlega 72% nýskráðra félaga með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Á árinu 2005 hefur nýskráningum þó fjölgað hlutfallslega mest á Suðurlandi og Suðurnesjum eða um 40% frá fyrra ári.

Nýskráningar hlutafélaga og einkahlutafélaga 2001–2005  - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.