Lýðfræði fyrirtækja (e. Business Demography Statistics) er ný tölfræði sem er ætlað að gera nákvæma greiningu fyrirtækjaþýðis og gefa mynd af þáttum ýmissa hópa fyrirtækja ásamt þróun þeirra yfir lengra tímabil. Lýðfræði fyrirtækja er tölufræði um fjölda virkra fyrirtækja, fjölda fyrirtækja sem hófu eða hættu starfsemi og tölfræði um það hvernig fyrirtækjum reiðir af, með tilliti til starfsmannafjölda og rekstrartekna einu, þremur og fimm árum eftir að þau hófu starfsemi. Tölfræðin sem nú er birt er fyrir tímabilið 2008-2017 og er brotin niður eftir atvinnugreinum samkvæmt íslenskri atvinnugreinaflokkun, ÍSAT2008.

Tölfræði um lýðfræði fyrirtækja byggir á samræmdri aðferðafræði Eurostat og OECD og er því samanburðarhæf við fyrirtækjatölfræði í öðrum löndum Evrópu. Tölfræðin byggir á rekstrarframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Hún nær til einkageirans utan landbúnaðar, fjármála- og vátryggingastarfsemi. Undanskilin er opinber stjórnsýsla, heilbrigðis- og félagsþjónusta, fræðslustarfsemi, menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi ásamt starfsemi félagasamtaka.

Af þeim 3.080 fyrirtækjum sem hófu starfsemi árið 2012 voru 1.271 fyrirtæki enn virk árið 2017. Fjöldi starfsmanna hjá þessum fyrirtækjum var á árinu 2017 um 2.700 en það ár voru ríflega 30 þúsund virk fyrirtæki með um 134 þúsund starfsmenn.

Flest fyrirtæki sem hófu starfsemi árið 2012 voru í sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfsemi. Þetta voru upphaflega rúmlega 600 fyrirtæki en á árinu 2017 voru 225 þeirra enn virk.

Fjöldi fyrirtækja sem hófu starfsemi árið 2012 og voru enn virk árin 2013, 2015 og 2017 eftir atvinnugreinum
Atvinnugrein/ atvinnugreinahópur Fyrirtæki sem hófu starfsemi árið 2012 Fyrirtæki sem hófu starfsemi árið 2012 og voru virk árið 2013 Fyrirtæki sem hófu starfsemi árið 2012 og voru virk árið 2015 Fyrirtæki sem hófu starfsemi árið 2012 og voru virk árið 2017
Sjávarútvegur18515811886
Framleiðsla án fiskvinnslu1451137761
Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu497389261212
Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum416351231166
Farþegaflutningar47403026
Veitinga- og gistiþjónusta1301148368
Upplýsinga- og dagskrármiðlun1591157348
Fasteignaviðskipti281228169128
Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi608457297225
Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta20916911999
Einkennandi greinar ferðaþjónustu1282244182149
Tækni- og hugverkaiðnaður226019312382

Rekstrartekjur fyrirtækja sem hófu starfsemi árið 2012 jukust í heild um 228% á tímabilinu þar sem árlegur meðalvöxtur í rekstrartekjum var 27%. Rekstrartekjur þessara fyrirtækja námu rúmlega 18 milljörðum króna árið 2012 en þær höfðu hækkað um 40 milljarða og voru 58 milljarðar króna árið 2017. Fjöldi starfsmanna hjá þessum sömu fyrirtækjum jókst um 69% og fór úr 1.600 starfsmönnum árið 2012 í 2.700 starfsmenn árið 2017.

Rekstrartekjur fimm ára fyrirtækja í heild- og smásöluverslun jukust um 10 milljarða milli áranna 2012 og 2017 (24% árlegur meðalvöxtur), úr rúmlega 6 milljörðum í 16 milljarða. Árlegur meðalvöxtur í fjölda starfsmanna hjá þessum fyrirtækjum var 12%, úr 307 starfsmönnum árið 2012 í 544 starfsmenn árið 2017.

Rekstrartekjur hjá fyrirtækjum sem hófu starfsemi árið 2012, og voru enn virk árið 2017 í einkennandi greinum ferðaþjónustu, jukust um 9 milljarða (34% árlegur meðalvöxtur), úr rúmlega 3 milljörðum í 12 milljarða. Árlegur meðalvöxtur í fjölda starfsmanna hjá þessum fyrirtækjum var 15% þar sem starfsmönnum fjölgaði úr 349 árið 2012 í 697 árið 2017.

Fjöldi fimm ára gamalla fyrirtækja, fjöldi starfsmanna og rekstrartekjur (í milljörðum króna) eftir atvinnugreinum árin 2012 og 2017
Atvinnugrein/ atvinnugreinahópur Fjöldi fyrirtækja Rekstrartekjur, ma. kr. Fjöldi starfsmanna
2012 2017 Árlegur meðalvöxtur 2012 2017 Árlegur meðalvöxtur
Sjávarútvegur 86 0,92 2,5 22% 97 111 3%
Framleiðsla án fiskvinnslu 61 0,53 2,93 41% 64 160 20%
Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 212 1,31 6,55 38% 226 390 12%
Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 166 5,52 15,93 24% 307 544 12%
Farþegaflutningar 26 0,15 0,98 45% 27 67 20%
Veitinga- og gistiþjónusta 68 1,86 5,67 25% 283 482 11%
Upplýsinga- og dagskrármiðlun 48 0,36 0,61 11% 37 49 6%
Fasteignaviðskipti 128 1,13 3,55 26% 47 90 14%
Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 225 3,84 6,49 11% 259 308 4%
Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 99 1,12 7,36 46% 94 263 23%
Einkennandi greinar ferðaþjónustu1 149 2,73 11,84 34% 349 697 15%
Tækni- og hugverkaiðnaður2 82 0,87 2,62 25% 92 133 8%

Á næstu dögum munu birtast fleiri fréttir sem byggja á þessari nýju tölfræði um lýðfræði fyrirtækja, mun ítarlegri gögn er hægt að nálgast á meðfylgjandi hlekk yfir talnaefni.

Fyrirtæki teljast hefja starfsemi það ár þegar þau byrja að hafa rekstrartekjur eða launakostnað. Þegar rekstur fyrirtækis færist á milli kennitalna telst það ekki vera nýtt fyrirtæki nema tvö af þremur eftirfarandi skilyrðum séu uppfyllt; reksturinn sé í annarri atvinnugrein skv. ÍSAT2008, reksturinn fari fram á annarri starfsstöð eða skipt hafi verið að megninu til um starfsfólk. Einnig eru gerðar leiðréttingar tengt samruna fyrirtækja og skiptingu.

Upphæðir eru á verðlagi hvers árs.

1 Farþegaflutningar; Veitinga- og gistiþjónusta; Leiga á vélknúnum ökutækjum; Leiga á tómstunda- og íþróttavörum; Ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og önnur bókunarþjónusta.
2 Framleiðsla á efnum og efnavörum; Vopna- og skotfæraframleiðsla; Framleiðsla á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum; Framleiðsla á rafbúnaði og heimilistækjum; Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum og tækjum; Framleiðsla á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum; Framleiðsla annarra farartækja; Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga; Póst- og boðberaþjónusta; Útgáfustarfsemi; Útvarps- og sjónvarpsútsending; dagskrárgerð; Fjarskipti; Þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni; Starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu; Vísindarannsóknir og þróunarstarf

Lýsigögn

Talnaefni