FRÉTT FYRIRTÆKI 20. JANÚAR 2015

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi í september og október 2014 nam rúmum 617 milljörðum króna sem er 7,2% aukning miðað við sama tímabili árið 2013. Á síðustu 12 mánuðum hefur veltan aukist mest í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, eða sem nemur 15%.  Einnig er mikil aukning í rekstri gististaða og veitingastaða og í flokknum námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu, samanborið við 12 mánuði þar á undan.

Virðisaukaskattsvelta
  september - október   nóvember - október  
  2013 2014 % 2012-2013 2013-2014 %
Alls 575.849 617.218 7,2% 3.342.799 3.446.919 3,1%
01/02 Landbúnaður og skógrækt 2.773 2.785 0,5% 46.417 47.111 1,5%
B Námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 781 948 21,4% 3.826 4.381 14,5%
03/10.2 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða 75.765 72.654 -4,1% 395.387 378.122 -4,4%
C Framleiðsla, án 10.2, fiskvinnslu 101.383 125.331 23,6% 593.254 630.972 6,4%
D/E Veitustarfsemi 24.987 27.990 12,0% 149.245 155.560 4,2%
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 26.729 29.751 11,3% 135.112 155.383 15,0%
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 187.113 192.247 2,7% 1.097.027 1.111.779 1,3%
H Flutningar og geymsla 60.614 61.966 2,2% 356.968 344.964 -3,4%
I Rekstur gististaða og veitingarekstur 15.851 18.036 13,8% 95.882 109.331 14,0%
J Upplýsingar og fjarskipti 27.077 26.918 -0,6% 150.089 162.079 8,0%
L Fasteignaviðskipti og fasteignaleiga 9.396 12.461 32,6% 55.188 63.236 14,6%
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 19.612 22.098 12,7% 113.276 125.093 10,4%
N Önnur leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 11.318 12.539 10,8% 66.741 75.651 13,3%

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.