Vinsamlega athugið að þessari fréttatilkynningu hefur verið breytt frá upprunalegri útgáfu. Ný fréttatilkynning var gefin út í staðinn.

Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 58,5 milljarða króna árið 2012 eða 3,4% af landsframleiðslu. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 91,1 milljarð króna árið 2011 eða 5,6% af landsframleiðslu. Tekjur hins opinbera námu um 735 milljörðum króna og hækkuðu um 55 milljarða króna milli ára eða um 8%. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 43% samanborið við 42% árið 2011. Útgjöld hins opinbera voru 794 milljarðar króna og jukust um 22 milljarða króna milli ára eða 2,9% en hlutfall þeirra af landsframleiðslu lækkaði úr 47% af landsframleiðslu 2011 í 46% 2012.

Út eru komin Hagtíðindi í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um fjármál hins opinbera árið 2012. Gefið er talnalegt yfirlit um helstu þætti opinberra fjármála, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og almannatrygginga. Áherslan er fyrst og fremst á hið opinbera en samsvarandi upplýsingar um undirgeira þess er að finna á vefsíðu Hagstofunnar.

Fjármál hins opinbera 2012, bráðabirgðatölur  - Hagtíðindi

Talnaefni (sjá Fjárhagur hins opinbera)