FRÉTT FJÁRMÁL HINS OPINBERA 22. DESEMBER 2006

Út eru komin Hagtíðindi í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um fjármál hins opinbera á 3. ársfjórðungi 2006. Í þeim fjórðungi nam tekjuafgangur hins opinbera 14,5 milljarði króna sem er heldur lakari afkoma en á 3. ársfjórðungi 2005. Fyrstu níu mánuði 2006 nam tekjuafgangur hins opinbera 48,5 milljörðum króna sem svarar til 4,3% af landsframleiðslu. Á sama tímabili síðasta árs nam tekjuafgangurinn 35,5 milljörðum króna eða 3,5% af landsframleiðslu. Þessi hagstæða afkoma skýrist fyrst og fremst af góðri tekjuafkomu ríkissjóðs en tekjuafkoma sveitarfélaganna var neikvæð um 0,4% af landsframleiðslu á fyrstu níu mánuðum þessa árs.

Fjármál hins opinbera á 3. ársfjórðungi 2006 - Hagtíðindi

Talnaefni  (sjá „Fjárhagur hins opinbera eftir ársfjórðungum 2004-2006“)

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.