FRÉTT FJÁRMÁL HINS OPINBERA 29. SEPTEMBER 2006

Hagstofan birtir nú samandregin yfirlit um fjármál ríkis og sveitarfélaga á 2. ársfjórðungi 2006. Þessi yfirlit ná aftur til 1. ársfjórðungs 2004. Þau eru á rekstrargrunni og eru birt í lok næsta ársfjórðungs eftir að viðkomandi ársfjórðungi lýkur. Yfirlitin eru meðal annars gerð vegna þeirra alþjóðlegu skuldbindinga sem íslensk yfirvöld hafa tekið á sig í tenglum við EES-samninginn, en koma þó enn frekar innlendum stjórnvöldum að gagni við mat á hagþróun innan ársins. Þá nýtist þetta efni Hagstofunni við gerð ársfjórðungslegra þjóðhagsreikninga.

Efnið er þrískipt. Í fyrsta lagi er áætlun um tekjur og gjöld ríkissjóðs á 2. ársfjórðungi ársins byggð á gögnum frá Fjársýslu ríkisins. Í öðru lagi er áætlun um tekjur og gjöld sveitarfélaga í heild á sama tímabili. Í þriðja lagi er sýnd áætlun um heildartekjur og heildargjöld hins opinbera, þ.e. ríkissjóðs, sveitarfélaga og almannatrygginga. Áætlanir um fjármál sveitarfélaganna byggja á úrtaki 12 sveitarfélaga með um 66% íbúafjöldans og hefur það úrtak verið fært upp til heildar. Enn sem komið er hefur ekki reynst unnt að birta mikla sundurliðun á efninu og hefur birtingin takmarkast við heildartekjur, heildargjöld og tekjujöfnuð auk þess sem fjárfesting er sýnd sérstaklega.

Ríkissjóður
Bráðabirgðatölur benda til þess að heildartekjur ríkissjóðs¹  hafi orðið ríflega 98 milljarðar króna á 2. ársfjórðungi 2006 á þjóðhagsreikningagrunni og heildarútgjöldin um 81 milljarður króna. Tekjujöfnuður ríkissjóðs er því áætlaður jákvæður um 17,5 milljarða króna á þeim ársfjórðungi. Sé fyrri helmingur ársins skoðaður benda bráðabirgðatölur til þess að heildartekjur ríkissjóðs hafi aukist um 11,7% frá sama tímabili fyrra árs og útgjöldin um 3,6%. Tekjuafgangur ríkissjóðs er því um 36 milljarðar króna á fyrri hluta ársins eða sem nemur 3,2% af landsframleiðslu og um 18,4% af tekjum hans. Útgjöld til fjárfestinga eru í lágmarki miðað við fyrri ár og mælast einungis 5,4 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins.

Fjárhagur ríkissjóðs á 2. ársfjórðungi 2005 og 2006 og á fyrri helmingi þessara ára
Ma. kr. 2005 2006 Breyting 2005 2006 Breyting
  2. ársfj. 2. ársfj. % Ársfj. 1+2 Ársfj. 1+2 %
1.  Heildartekjur 89,4 98,4 10,1 174,5 194,9 11,7
2.  Heildarútgjöld 79,2 80,9 2,2 153,5 159,0 3,6
     2.1  þar af fjárfesting 2,9 3,2 9,1 4,9 5,4 8,3
3.  Tekjujöfnuður 10,2 17,5 21,0 35,9
4.  Tekjujöfnuður % af tekjum 11,4 17,8 12,0 18,4
5.  Tekjujöfnuður % af VLF 1,0 1,6 2,1 3,2

Í ljósi nýrra talna um heildartekjur og heildargjöld ríkissjóðs á þjóðhagsreikningagrunni fyrir árið 2005 hafa fyrri tölur um einstaka ársfjórðunga nú verið endurskoðaðar. Sama er gert fyrir árið 2004 og birtast niðurstöðurnar í eftirfarandi töflu. 

Fjárhagur ríkissjóðs eftir ársfjórðungum 2004 og 2005
Ma. kr. 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. Alls
           
2004          
1.  Heildartekjur 72,7 75,5 82,8 83,4 314,4
2.  Heildarútgjöld 70,8 75,7 83,6 72,9 302,9
     2.1  þar af fjárfesting 2,4 4,0 4,1 3,2 13,8
3.  Tekjujöfnuður (3 = 1 - 2) 1,9 -0,2 -0,7 10,5 11,5
4.  Tekjujöfnuður sem % af tekjum 2,7 -0,3 -0,9 12,6 3,7
5.  Tekjujöfnuður sem % af VLF ársins 0,2 0,0 -0,1 1,1 1,3
           
2005          
1.  Heildartekjur 85,1 89,4 97,8 101,1 373,4
2.  Heildarútgjöld 74,3 79,2 82,0 81,0 316,5
     2.1  þar af fjárfesting 2,1 2,9 4,2 2,2 11,4
3.  Tekjujöfnuður (3 = 1 - 2) 10,8 10,2 15,7 20,1 56,9
4.  Tekjujöfnuður sem % af tekjum 12,7 11,4 16,1 19,9 15,2
5.  Tekjujöfnuður sem % af VLF ársins 1,1 1,0 1,6 2,0 5,6

Sveitarfélög
Áætlaðar heildartekjur sveitarfélaganna á 2. ársfjórðungi 2006 eru 34,7 milljarðar króna og áætluð heildarútgjöld 37,6 milljarðar króna. Tekjuhalli þess ársfjórðungs er því áætlaður um 3  milljarðar króna eða sem nemur 0,3% af landsframleiðslu. Þetta er heldur lakari niðurstaða en á sama tíma í fyrra er tekjuhallinn mældist 2,2 milljarðar króna. Á fyrri hluta þessa árs hafa heildartekjur sveitarfélaganna vaxið um rúmlega 11% frá sama tímabili síðasta árs og útgjöldin í heild um tæplega 12%. Tekjuhalli fyrri hluta þessa árs er því áætlaður 2,4 milljarðar króna. Samkvæmt þessari áætlun er fjárfesting fyrri hluta ársins talin hafa verið tæplega 10 milljarðar króna samanborið við tæplega 8 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.  
  

Fjárhagur sveitarfélaga á 2. ársfjórðungi 2005 og 2006 og á fyrri helmingi þessara ára
Ma. kr. 2005 2006 Breyting 2005 2006 Breyting
  2. ársfj. 2. ársfj. % Ársfj. 1+2 Ársfj. 1+2 %
1.  Heildartekjur 31,2 34,7 11,2 62,9 69,8 11,1
2.  Heildarútgjöld 33,4 37,6 12,4 64,5 72,2 11,9
     2.1  þar af fjárfesting 4,9 6,0 23,0 7,8 9,8 26,0
3.  Tekjujöfnuður -2,2 -2,9 -1,7 -2,4
4.  Tekjujöfnuður % af tekjum -7,0 -8,2 -2,7 -3,4
5.  Tekjujöfnuður % af VLF -0,2 -0,3 -0,2 -0,2

Í ljósi nýrra talna um heildartekjur og heildarútgjöld sveitarfélaganna fyrir árið 2005 á þjóðhagsreikningagrunni hafa fyrri tölur um einstaka ársfjórðunga nú verið endurskoðaðar. Sömuleiðis eru ársfjórðungstölur fyrir árið 2004 endurskoðaðar og birtast í eftirfarandi töflu.  
 

Fjárhagur sveitarfélaga eftir ársfjórðungum 2004 og 2005
Ma. kr. 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. Alls
           
2004          
1.  Heildartekjur 28,4 29,0 28,1 29,4 114,9
2.  Heildarútgjöld 29,4 31,9 30,5 30,8 122,7
     2.1  þar af fjárfesting 3,3 5,4 4,6 6,2 19,5
3.  Tekjujöfnuður (3 = 1 - 2) -1,1 -2,9 -2,4 -1,4 -7,8
4.  Tekjujöfnuður sem % af tekjum -3,7 -10,0 -8,6 -4,9 -6,8
5.  Tekjujöfnuður sem % af VLF ársins -0,1 -0,3 -0,3 -0,2 -0,9
           
2005          
1.  Heildartekjur 31,6 31,2 30,8 32,2 125,9
2.  Heildarútgjöld 31,1 33,4 32,4 33,0 129,9
     2.1  þar af fjárfesting 2,9 4,9 6,3 4,9 18,9
3.  Tekjujöfnuður (3 = 1 - 2) 0,5 -2,2 -1,6 -0,7 -4,0
4.  Tekjujöfnuður sem % af tekjum 1,6 -7,0 -5,2 -2,2 -3,2
5.  Tekjujöfnuður sem % af VLF ársins 0,0 -0,2 -0,2 -0,1 -0,4

Hið opinbera
Heildartekjur hins opinbera, þ.e. ríkissjóðs, almannatrygginga og sveitarfélaga, í heild eru áætlaðar 131,2 milljarðar króna á 2 ársfjórðungi ársins 2006 og tekjujöfnuður þess 14,7 milljarðar króna eða rúmlega 11% af tekjum þess. Sem hlutfall af landsframleiðslu ársins er tekjuafgangurinn því áætlaður um 1,3% hjá hinu opinbera í heild. Í sama fjórðungi fyrra árs var tekjujöfnuðurinn jákvæður um 8,7 milljarða króna eða 0,9% af landsframleiðslu ársins. Á fyrri helmingi ársins hafa tekjur hins opinbera aukist um 11,7% frá samsvarandi tímabili fyrra árs á sama tíma og útgjöldin hafa vaxið um rúmlega 6%. Tekjuafkoma hins opinbera á þjóðhagsreikningagrunni er því áætluð um 35 milljarðar króna eða sem svarar til rúmlega 3% af landsframleiðslu ársins. Samkvæmt áætlunum er talið að fjárfesting hins opinbera hafi verið ríflega 15 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins samanborið við tæplega 13 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.  

Fjárhagur hins opinbera á 2. ársfj. 2005 og 2006 og á fyrri helmingi þessara ára
Ma. kr. 2005 2006 Breyting 2005 2006 Breyting
  2. ársfj. 2. ársfj. % Ársfj. 1+2 Ársfj. 1+2 %
1.  Heildartekjur 119,1 131,2 10,2 234,2 261,5 11,7
2.  Heildarútgjöld 110,4 116,5 5,5 213,5 226,6 6,1
     2.1  þar af fjárfesting 7,8 9,2 17,8 12,8 15,2 18,6
3.  Tekjujöfnuður 8,7 14,7 20,7 34,9
4.  Tekjujöfnuður % af tekjum 7,3 11,2 8,8 13,3
5.  Tekjujöfnuður % af VLF 0,9 1,3 2,0 3,1

Í ljósi nýrra talna um heildartekjur og heildarútgjöld hins opinbera á þjóðhagsreikningagrunni fyrir árið 2005 hafa fyrri tölur um einstaka ársfjórðunga nú verið endurskoðaðar. Sömuleiðis eru ársfjórðungstölur fyrir árið 2004 endurskoðaðar og birtast niðurstöður í eftirfarandi töflu. 

Fjárhagur hins opinbera eftir ársfjórðungum 2004 og 2005
Ma. kr. 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. Alls
           
2004          
1.  Heildartekjur 98,8 102,2 108,6 110,5 420,1
2.  Heildarútgjöld 97,7 105,1 111,6 101,1 415,5
     2.1  þar af fjárfesting 5,7 9,4 8,7 9,4 33,2
3.  Tekjujöfnuður (3 = 1 - 2) 1,1 -2,8 -2,9 9,3 4,6
4.  Tekjujöfnuður sem % af tekjum 1,1 -2,8 -2,7 8,4 1,1
5.  Tekjujöfnuður sem % af VLF ársins 0,1 -0,3 -0,3 1,0 0,5
           
2005          
1.  Heildartekjur 115,1 119,1 127,0 131,8 493,0
2.  Heildarútgjöld 103,2 110,4 112,1 111,7 437,4
     2.1  þar af fjárfesting 5,0 7,8 10,5 7,1 30,3
3.  Tekjujöfnuður (3 = 1 - 2) 12,0 8,7 14,9 20,1 55,6
4.  Tekjujöfnuður sem % af tekjum 10,4 7,3 11,7 15,2 11,3
5.  Tekjujöfnuður sem % af VLF ársins 1,2 0,9 1,5 2,0 5,5

Í þessum töflum hefur verið leitast við að skrá bæði tekjur og gjöld á rekstrargrunni í samræmi við uppgjör þjóðhagsreikninga, ekki á greiðslugrunni eins og mánaðarhefti ríkissjóðs sýna. Rekstrargrunnur felur í sér að skuldbindingar eru bókfærðar þegar til þeirra er stofnað, óháð því hvenær greiðslur fara fram. Eins og áður segir eru þetta bráðabirgðatölur, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Sérstaklega eru tölur um fjárfestingu sveitarfélaganna óvissu háðar og er þar að hluta byggt á fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna fyrir árið í heild. Í bókhaldi sveitarfélaga eru fjárfestingar í sumum tilvikum nettófærðar. Þetta á við um gatnaframkvæmdir þar sem innheimt gatnagerðargjöld eru dregin frá fjárfestingu. Hér hefur verið leitast við að brúttófæra þá fjárfestingu og tekjufæra á móti gatnagerðargjöldum í samræmi við þjóðhagsreikninga en þessi leiðrétting er talsverðri óvissu háð.

Nú eins og áður leggur Hagstofan áherslu á tekjuafkomuna við mat á afkomu hins opinbera. En annar mælikvarði er einnig notaður en það er rekstrarafkoma. Munurinn á rekstrarjöfnuði og tekjujöfnuði er sá að rekstrarjöfnuður sýnir niðurstöðu rekstrareiknings eftir að afskriftir hafa verið gjaldfærðar en tekjujöfnuður sýnir niðurstöðuna eftir að fjárfesting hefur verið dregin frá rekstrarjöfnuði en þá eru afskriftir ekki gjaldfærðar. Munur þessara tveggja mælikvarða felst því í muninum á afskriftum og fjárfestingu. Ef fjárfestingin er hærri en afskriftir verður tekjujöfnuðurinn lakari en rekstrarjöfnuðurinn sem þeim mun nemur.

¹ Rétt er að nefna að sértekjur stofnana eru taldar með heildartekjum ríkissjóðs í þessu uppgjöri.

Talnaefni  (sjá „Fjárhagur hins opinbera eftir ársfjórðungum 2004-2006“)

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.