FRÉTT FJÁRMÁL HINS OPINBERA 13. MARS 2020

Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 29,5 milljarða króna árið 2019, eða sem nemur 1% af landsframleiðslu ársins samkvæmt bráðabirgðatölum. Til samanburðar var afkoman jákvæð um 22,8 milljarða króna árið 2018, eða 0,8% af landsframleiðslu. Áætlað er að heildartekjur hins opinbera á verðlagi hvers árs árið 2019 hafi aukist um 1% á milli ára og að heildarútgjöld hins opinbera hafi aukist um 5,5% á sama tíma.

Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaframlagi upp á 384,2 ma.kr. eru meðtaldar 2016. Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.

Versnandi afkoma hins opinbera á 4. ársfjórðungi 2019
Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 8,3 milljarða króna á 4. ársfjórðungi 2019, eða sem nemur um 1,1% af landsframleiðslu ársfjórðungsins. Versnandi afkoma skýrist m.a. af samdrætti í tekjum og í heild er áætlað að tekjur hins opinbera hafi dregist saman um 1,1% á 4. ársfjórðungi. Á sama tímabili er áætlað að heildarútgjöld hins opinbera hafi aukist um 1,8%. Launakostnaður hins opinbera vegur þar þyngst en áætlað er hann hafi aukist um 4,8% frá sama ársfjórðungi fyrra árs.

Fjárhagur hins opinbera á 4. ársfjórðungi
20182019 Breyting
Verðlag hvers árs, milljarðar króna 4. ársfj. 4. ársfj. %
Heildartekjur 323,9 320,2 -1,1
Heildarútgjöld 322,6 328,5 1,8
Fjárfesting 42,1 33,0 -21,5
Tekjujöfnuður 1,3 -8,3
Tekjujöfnuður % af tekjum 0,4 -2,6
Tekjujöfnuður % af VLF ársfjórðungs 0,2 -1,1

Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.

Tekjur hins opinbera 40,9% af VLF
Tekjur hins opinbera eru áætlaðar 1.213,3 milljarðar króna árið 2019, eða sem nemur 40,9% af landsframleiðslu. Til samanburðar mældust tekjur hins opinbera 1.201 milljarður króna árið 2018, eða sem nemur 43,1% af landsframleiðslu þess árs. Á verðlagi hvers árs jukust tekjur hins opinbera um rúma 12 milljarða á árinu 2019, borið saman við fyrra ár, eða um 1%.

Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaframlagi upp á 384,2 ma.kr. eru meðtaldar 2016. Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.

Heildartekjur ríkissjóðs drógust saman um 0,8% árið 2019 samanborið við fyrra ár og námu alls 872,5 milljörðum króna. Á sama tíma jukust tekjur sveitarfélaga um 5,6% og námu alls 383 milljörðum króna. Heildartekjur almannatrygginga jukust mest eða um 12,9% og námu alls 283,5 milljörðum króna á árinu 2019.

Heildartekjur hins opinbera og undirgeira þess
Verðlag hvers árs, milljarðar króna2013201420152016120172018 20192
Hið opinbera 795,7 907,0 931,0 1.418,3 1.138,3 1.201,0 1.213,3
Ríkissjóður 584,5 686,1 692,4 1.149,0 840,9 879,3 872,5
Sveitarfélög 243,6 254,9 273,6 308,3 333,3 362,5 383,0
Almannatryggingar 166,8 168,6 178,8 200,3 224,4 251,2 283,5
Hlutfall af VLF %       
Hið opinbera 40,6 43,7 40,6 56,9 43,5 43,1 40,9
Ríkissjóður 29,8 33,1 30,2 46,1 32,1 31,5 29,4
Sveitarfélög 12,4 12,3 11,9 12,4 12,7 13,0 12,9
Almannatryggingar 8,5 8,1 7,8 8,0 8,6 9,0 9,6

1Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaframlagi upp á 384,2 ma.kr. eru meðtaldar 2016.
2Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.

Skattar á tekjur og hagnað jukust um 3,6% árið 2019
Skattar á tekjur og hagnað er stærsti tekjuliður hins opinbera og er áætlað að hann hafi skilað 43,7% af heildartekjum hins opinbera á árinu 2019. Alls námu tekjur hins opinbera af sköttum á tekjur og hagnað um 530 milljörðum króna á árinu 2019 og jukust um 3,6% frá fyrra ári. Sem hlutfall af landsframleiðslu námu skattar af tekjum og hagnaði 17,9% á síðasta ári. Tekjur hins opinbera af sköttum á vöru og þjónustu jukust nokkru minna á árinu 2019 borið saman við fyrra ár eða um 1,6%. Skattar á vöru og þjónustu námu 28,6% af heildartekjum það ár, eða 11,7% af landsframleiðslu ársins.

Skatttekjur og tryggingagjöld hins opinbera
Verðlag hvers árs, milljarðar króna2013201420152016120172018 20192
Skatttekjur og tryggingagjöld 676,1 774,3 812,0 1.265,6 982,8 1.037,6 1.069,4
Skattar á tekjur og hagnað 315,6 360,5 381,0 429,5 484,0 511,7 530,1
Skattar á launagreiðslur 6,5 7,0 6,6 7,4 7,9 8,5 9,0
Eignaskattar 46,5 49,6 43,5 432,6 54,0 56,8 63,4
Skattar á vöru og þjónustu 220,8 233,9 257,8 290,8 326,9 341,2 346,2
Skattar á alþjóðaviðskipti 5,8 6,1 5,0 5,1 3,9 4,1 3,6
Aðrir skattar 11,0 43,8 38,4 14,9 16,4 17,0 18,8
Tryggingagjöld 69,9 73,4 79,7 85,4 89,6 98,2 98,4
Hlutfall af VLF        
Skatttekjur og tryggingagjöld 34,5 37,3 35,4 50,8 37,6 37,2 36,1
Skattar á tekjur og hagnað 16,1 17,4 16,6 17,2 18,5 18,4 17,9
Skattar á launagreiðslur 0,3 0,3 0,3 0,3 0,3 0,3 0,3
Eignaskattar 2,4 2,4 1,9 17,4 2,1 2,0 2,1
Skattar á vöru og þjónustu 11,3 11,3 11,2 11,7 12,5 12,2 11,7
Skattar á alþjóðaviðskipti 0,3 0,3 0,2 0,2 0,1 0,1 0,1
Aðrir skattar 0,6 2,1 1,7 0,6 0,6 0,6 0,6
Tryggingagjöld 3,6 3,5 3,5 3,4 3,4 3,5 3,3

1Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaframlagi upp á 384,2 ma.kr. eru meðtaldar 2016.
2Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.

Útgjöld hins opinbera jukust um 5,5% árið 2019
Útgjöld hins opinbera eru áætluð 1.242,8 milljarðar króna árið 2019 og jukust þau um 5,5% milli ára. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs og sveitarfélaga hafi aukist um 4,9% en útgjöld almannatrygginga jukust töluvert meira eða um 15,6% frá fyrra ári.

Útgjöld hins opinbera og undirgeira þess
Í milljörðum króna20132014201520162017 2018 20191
Hið opinbera 830,5 908,5 949,1 1.108,7 1.123,0 1.178,2 1.242,8
Ríkissjóður 618,0 669,8 698,3 847,3 795,3 852,8 894,5
Sveitarfélög 250,9 271,3 287,0 306,7 365,1 372,4 390,6
Almannatryggingar 160,8 170,0 177,7 194,0 222,9 245,1 283,3
Hlutfall af VLF       
Hið opinbera 42,4 43,8 41,4 44,5 42,9 42,3 41,9
Ríkissjóður 31,5 32,3 30,4 34,0 30,4 30,6 30,2
Sveitarfélög 12,8 13,1 12,5 12,3 14,0 13,4 13,2
Almannatryggingar 8,2 8,2 7,7 7,8 8,5 8,8 9,6

1 Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.

Samneysluútgjöld hins opinbera, þ.e. launaútgjöld, kaup á vöru og þjónustu og afskriftir að frádreginni sölu á vöru og þjónustu, námu 721,9 milljörðum króna, eða 24,3% af landsframleiðslu árið 2019. Er það aukning um 7,8% á milli ára. Launakostnaðurinn vegur þyngst og er áætlað að hann hafi aukist um 6,3% frá árinu 2018.

Fjárfestingarútgjöld hins opinbera drógust saman um 14% árið 2019, en hlutfall þeirra af landsframleiðslu hefur farið hækkandi undanfarin ár og mældist 3,6% á síðasta ári.

Bráðabirgðatölur benda til þess að félagslegar tilfærslur til heimila hafi aukist um 16,7% á árinu 2019 og hafi numið 7,4% af landsframleiðslu borið saman við 6,8% árið áður. Vegur þar þyngst mikil útgjaldaaukning hjá lífeyristryggingum og atvinnuleysistryggingasjóði.

Vaxtagjöld hins opinbera hafa lækkað umtalsvert síðustu tvö ár og er áætlað að þau hafi lækkað um 30% frá árinu 2017. Vaxtagjöldin sem hlutfall af landsframleiðslu námu 2,4% á árinu 2019 samanborið við 3,9% árið 2017.

Hagræn flokkun útgjalda hins opinbera
Hlutfall af VLF201320142015201620172018 20191
Heildarútgjöld 42,4 43,8 41,4 44,5 42,9 42,3 41,9
Laun 13,1 13,3 13,4 13,3 14,0 14,2 14,2
Kaup á vöru og þjónustu 11,3 11,1 10,5 10,2 10,2 10,4 10,6
Vaxtagjöld 4,4 4,6 4,4 3,9 3,9 2,9 2,4
Fjárframlög 1,6 1,4 1,3 1,4 1,3 1,3 1,5
Framleiðslustyrkir 0,2 0,2 0,2 0,2 0,2 0,2 0,2
Félagslegar tilf. til heimila 6,8 6,7 6,2 5,9 6,5 6,8 7,4
Önnur tilfærsluútgjöld 2,1 3,5 2,5 6,9 3,4 2,1 2,0
Fjárfesting 2,8 3,0 2,8 2,7 3,3 4,4 3,6

1 Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.

Mikill vöxtur í fjárfestingu hins opinbera á árinu 2018 skýrist meðal annars af afhendingu Hvalfjarðarganga frá einkahlutafélaginu Speli til ríkisins. Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.

Heilbrigðisútgjöld í hlutfalli af landsframleiðslu ekki hærri síðan 2005
Einn stærsti málaflokkurinn í opinberum rekstri eru heilbrigðismálin og á árinu 2019 er áætlað að 18,3% útgjalda hins opinbera hafi runnið til þeirra. Áætlað er að heilbrigðisútgjöld hins opinbera hafi numið 227,5 milljörðum króna á árinu 2019. Útgjöld til heilbrigðismála í hlutfalli af landsframleiðslu hafa aukist á hverju ári frá árinu 2015 og nema 7,7% á árinu 2019 samanborið við 6,8% árið 2015. Heilbrigðisútgjöld í hlutfalli af landsframleiðslu hafa ekki mælst hærri síðan árið 2005.

Útgjöld hins opinbera til fræðslumála eru áætluð um 203,8 milljarðar króna á árinu 2019, eða 6,9% af landsframleiðslu. Útgjöld hins opinbera til fræðslumála í hlutfalli af landsframleiðslu hafa aukist frá árinu 2016 eftir nær samfellda lækkun frá 2005 en þá nam hlutfallið 7,5%.

Tæplega helmingur útgjalda hins opinbera til fræðslumála rann til grunnskólastigsins, eða sem nemur 3,3% af landsframleiðslu. Til háskólastigsins runnu 19,2% af fræðsluútgjöldum hins opinbera, eða 1,3% af landsframleiðslu. Framhaldsskólastigið tók til sín 16,1% útgjaldanna og 10,4% fóru til leikskólastigsins. Í heildina námu útgjöld til fræðslumála 16,4% af heildarútgjöldum hins opinbera.

Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.

Heildarskuldir hins opinbera námu 68,6% af landsframleiðslu í lok árs 2019
Peningalegar eignir hins opinbera námu samkvæmt áætlun rúmlega 1.589,1 milljörðum króna í árslok 2019, eða sem nemur 53,6% af landsframleiðslu. Heildarskuldir hins opinbera námu samkvæmt áætlun 2.034,5 milljörðum króna í lok ársins 2019, eða 68,6% af landsframleiðslu samanborið við 70,5% í árslok 2018. Er þetta áttunda árið í röð þar sem skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu fara lækkandi en þær hafa ekki mælst lægri á þann mælikvarða í rúman áratug.

Í árslok 2019 er áætlað að erlendar lántökur hafi numið 6,4% af landsframleiðslu. Innlendar lántökur sem hlutfall af landsframleiðslu hafa farið lækkandi og námu 8,7% af landsframleiðslu í árslok 2019. Eignir og skuldir eru áætlaðar út frá greiðslutölum árið 2019 og geta niðurstöður breyst þegar endanlegt uppgjör liggur fyrir.

Peningalegar eignir og skuldir hins opinbera
Hlutfall af VLF201320142015201620172018 20191
Peningalegar eignir 60,5 61,6 49,1 50,9 56,1 54,8 53,6
Skuldir 110,2 109,0 95,3 84,2 75,4 70,5 68,6
Verðbréf 43,0 42,3 38,9 34,0 28,8 24,4 22,0
Lántökur 38,8 36,4 26,1 17,2 14,4 13,0 15,0
Innlendir lántökur 18,2 16,2 12,7 9,0 9,9 8,5 8,7
Erlendir lántökur 20,5 20,2 13,4 8,2 4,5 4,5 6,4
Lífeyrisskuldbindingar 23,3 23,6 25,3 27,8 27,1 26,7 25,3
Viðskiptaskuldir 5,1 6,6 5,0 5,1 5,0 6,4 6,3
Hrein peningaleg eign -49,7 -47,4 -46,2 -33,3 -19,3 -15,7 -15,0

1 Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.

Bráðabirgðatölur fyrir árið 2019.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang opinberfjarmal@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.