Við útgáfu á niðurstöðum um afkomu hins opinbera í gær urðu mistök við áætlun á útgjöldum hins opinbera til heilbrigðismála. Inn í útgjaldatöluna vantaði útgjöld vegna sjúkrahúslyfja, 5,7 milljarða, svo og vegna byggingar hátæknisjúkrahúss, 1,3 milljarða. Þessi leiðrétting hefur ekki áhrif á heildarafkomu hins opinbera.

Í leiðréttum tölum er gert ráð fyrir að útgjöld til heilbrigðismála hafi aukist um 3,4% (dregist saman um 2,6% á föstu verði). Þar af jukust útgjöld til sjúkrahúsa um 3,2 milljarða eða um 4%. Samkvæmt uppfærðum niðurstöðum námu heilbrigðisútgjöld 8,9% af vergri landsframleiðslu árið 2012.

Hagstofan biðst velvirðingar á þessum mistökum en vill árétta að um bráðabirgðaniðurstöður er að ræða.

Talnaefni á vef hefur verið uppfært.

Talnaefni