Tekjur af erlendum ferðamönnum á 2. ársfjórðungi námu 119 milljörðum króna og lækkuðu þær um tæpa 9 milljarða, eða um 7%, samanborið við sama ársfjórðung árið áður. Lækkunina má eingöngu rekja til flugreksturs þar sem tekjur drógust saman um 20%, samanborið við 2. ársfjórðung 2018. Að öðru leyti var önnur neysla erlendra ferðamanna á sama tímabili svo til óbreytt.

Flughreyfingum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um 11% í september 2019, samanborið við sama mánuð í fyrra. Farþegahreyfingum fækkaði umtalsvert á sama tímabili, úr 982 þúsund í september 2018 í 646 þúsund í september í ár, og munar þar mest um fækkun skiptifarþega, en þeim fækkaði um 57%. Á sama tímabili fækkaði komufarþegum um 17% og brottfararfarþegum um 18%. Séu síðustu 12 mánuðir bornir saman við sama tímabil árið áður, hefur komu- og brottfararfarþegum fækkað um 8%.

Fjöldi launþega í einkennandi greinum ferðaþjónustu dróst saman um 8% í ágúst samanborið við sama mánuð síðasta árs. Mest var fækkun launþega í farþegaflutningum með flugi þar sem fjöldi launþega dróst saman um 20% og lækkaði úr 5.900 í ágúst 2018 í 4.700 í ágúst síðastliðnum. Einnig fækkaði launþegum í veitingasölu- og þjónustu um 8% á sama tímabili, úr 11.000 í 10.100 launþega.

Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur, tekjur af erlendum ferðamönnum og launþegum í einkennandi greinum ferðaþjónustu. Auk þess eru birtar uppfærðar tölur um bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferðatölur frá Vegagerðinni,talningu farþega til landsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu auk talna um farþega- og flughreyfingar frá ISAVIA. Ekki eru birtar tölur um áætlaðan ferðamannafjölda í gegnum Keflavíkurflugvöll að þessu sinni þar sem verið er að endurskoða aðferðafræði tengda ferðamannafjölda.

Skammtímahagvísar ferðaþjónustu Ágúst    September - ágúst   
Gistinætur20182019  %2017-20182018-2019 %
Gistinætur alls1.661.6081.597.030 --4%10.686.79810.594.090 --1%
Hótel & gistiheimili716.052711.831 --1%5.719.0525.786.109 +1%
Gisting greidd gegnum vefsíður (t.d. Airbnb)288.000240.000 --17%1.804.0001.690.000 --6%
Óskráðar gistinætur (bíla- og innigisting)97.00079.000 --19%528.900472.000 --11%
Aðrar tegundir skráðra gististaða1560.556566.199 +1%2.634.8462.645.981 +0%
  Ágúst    September - ágúst   
Framboð og nýting hótelherbergja20182019   %2017-20182018-2019   %
Gistinætur504.455513.367 +2%4.390.8084.412.865 +1%
Framboð hótelherbergja10.43810.997 +5%116.902123.932 +6%
Nýting85%83% --269%65% --4
  2. ársfjórðungur    3. ársfjórðungur - 2. ársfjórðungs 
Þjónustujöfnuður (milljónir króna)20182019   %2017-20182018-2019  %
Tekjur af erlendum ferðamönnum127.876119.032 --7%506.028509.571 +1%
- Flug45.28736.321 --20%179.596167.359 --7%
- Neysla / Ferðalög82.58982.711 +0%326.660341.856 +5%
  Maí - júní    Júlí - júní  
Virðisaukaskattskyld velta220182019   %2017-20182018-2019  %
Velta alls (milljónir króna)128.451111.242 --13%665.607643.512 --3%
- Rekstur gististaða17.74217.768 +0%95.75498.144 +2%
- Farþegaflutningar með flugi58.40541.314 --29%288.016251.606 --13%
- Veitingasala- og þjónusta17.38517.358 -0%97.93199.190 +1%
- Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (erlendis)3.2962.942 --11%15.75716.502 +5%
- Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (á Íslandi)17.09317.435 +2%89.51198.772 +10%
- Bílaleigur9.5989.794 +2%50.19051.064 +2%
- Farþegaflutningar á landi3.7293.430 --8%22.95022.881 -0%
- Farþegaflutningar á sjó, vötnum og ám1.2041.201 -0%5.4995.353 --3%
  Ágúst    Meðalfjöldi launþega september - ágúst 
Launþegar320182019   %2017-20182018-2019   %
Launþegar alls32.10029.400 --8%28.80027.783 --4%
- Farþegaflutningar með flugi5.9004.700 --21%5.0834.883 --4%
- Rekstur gististaða8.3007.900 --5%6.7926.683 --2%
- Veitingasala og -þjónusta11.00010.100 --8%10.83310.283 --5%
- Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur4.5004.400 --2%3.8083.883 +2%
- Aðrar atvinnugreinar tengdar ferðaþjónustu3.1002.800 --8%2.8422.683 --6%
  Október    Meðalfjöldi nóvember - október 
Bílaleigubílar420182019   %2017-20182018-2019   %
Bílaleigubílar alls26.40424.994 --5%23.00723.082 +0%
Bílaleigubílar í umferð25.69924.075 --6%25.01624.934 -0%
Bílaleigubílar úr umferð705919 +30%2.0091.852 --8%
  September    Október - september   
Umferð á hringveginum520182019   %2017-20182018-2019   %
Suðurland18.34316.781 --9%178.470178.937 +0%
Vesturland15.63815.906 +2%162.696172.771 +6%
Norðurland10.82510.598 --2%102.939103.306 +0%
Austurland3.1913.072 --4%27.41127.068 --1%
  September    Október - september   
Talning farþega úr landi20182019   %2017-20182018-2019  %
Farþegar í gegnum Keflavíkurflugvöll5289.502233.357 --19%2.950.4212.684.150 --9%
- Erlent ríkisfang231.681183.654 --21%2.290.8112.053.499 --10%
- Þar af áætlaðir ferðamenn7....   ....   
- Íslenskt ríkisfang57.82149.703 --14%659.610630.651 --4%
  September    Október - september   
Umferð í gegnum Keflavíkurflugvöll20182019   %2017-20182018-2019  %
Heildarfjöldi flughreyfinga (komur/brottfarir)8.1917.293 --11%98.63588.312 --10%
Heildarfarþegahreyfingar8982.828646.415 --34%8.668.5947.887.792 --9%
- Brottfarir290.249238.532 --18%2.938.5022.705.266 --8%
- Komur269.986223.617 --17%2.934.9012.703.286 --8%
- Skiptifarþegar (Skiptifarþegar eru taldir tvisvar)422.593182.154 --57%3.777.4462.472.255 --35%

Tafla á PDF

1 Aðrar tegundir skráðra gististaða eru tjaldsvæði, farfuglaheimili, orlofshús, skálar í óbyggðum, íbúðagisting, svefnpokagististaðir og heimagististaðir
2 Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (erlendis): Þjónusta sem veitt er í sambandi við ferðalög erlendis, þ.e. er undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt (nr. 50/1988). Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (á Íslandi): Þjónusta sem veitt er í sambandi við ferðalög á Íslandi, þ.e. er ekki undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt (nr. 50/1988).
3 Tölur námundaðar að næsta hundraði
4 Skv. gögnum frá Samgöngustofu
5 Skv. talningu frá Vegagerðinni í gegnum 14 lykilteljara á hringveginum. Mánaðartölur sýna meðalfjölda talninga á dag í hverjum mánuði. Árstímabil sýnir heildartalningar yfir árið
6 Skv. talningu frá Ferðamálastofu
7 Verið er að endurskoða aðferðafræði við útreikning á ferðamönnum til landsins
8 Farþegahreyfingar telja brottfarir, komur og skiptifarþega sem eru tvítaldir

Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónustu
Þjónustujöfnuður
Tekjur af erlendum ferðamönnum