FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 15. MAÍ 2025

Fjöldi starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi voru 29.047 í mars 2025 sem er 2% fækkun samanborið við mars á síðasta ári. Á tólf mánaða tímabili frá apríl 2024 til mars 2025 störfuðu að jafnaði um 31.410 í einkennandi greinum ferðaþjónustu samanborið við 31.681 fyrir sama tímabil frá árinu áður.

Velta samkvæmt viðrðisaukaskattskýrslum í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi nam 120,4 milljörðum króna í janúar til febrúar 2025 sem er um það bil 10% aukning samanborið við sama tímabil 2024.

Gistinætur á hótelum í mars 2025 voru 419.985 samanborið við 434.955 í mars 2024. Frekari upplýsingar um gistinætur er að finna á vef Hagstofunnar undir flokknum Ferðaþjónusta.

Í apríl voru 227.044 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 182.756 í apríl 2024. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 146.063 samanborið við 137.210 í apríl 2024.

Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, gistinætur, fjölda starfandi skv. skrám, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferð á hringveginum frá Vegagerðinni og fjölda farþega frá Ferðamálastofu út frá þjóðernum auk talna um farþegaflutninga og flughreyfingar frá ISAVIA.











Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónustu
Gistinætur
Tekjur af erlendum ferðamönnum
Starfandi samkvæmt skrám

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.