Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 15. júlí kl. 12.30. Leiðrétt var mánaðarheiti í fyrstu línu fyrstu málsgreinar, úr „maí“ í „júní“, þar sem talað er um fjölda ferðamanna til landsins.

Fjöldi ferðamanna í júní var 173 þúsund ferðamenn og dróst fjöldinn saman um 17% frá sama mánuði árið áður þegar þeir voru 209 þúsund. Ferðamönnum til landsins hefur fækkað um 20% sé heildarfjöldi ferðamanna sem heimsótti Ísland á öðrum ársfjórðungi borinn saman við sama tímabil í fyrra, frá 488 þúsund 2018 niður í 390 þúsund árið 2019.

Gistinætur í maí voru 690.000 sé litið á allar tegundir gistinótta. Drógust þær saman um 10% borið saman við sama mánuð árið áður þegar þær voru 767 þúsund. Mestur samdráttur var á gistinóttum sem miðlað er gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður eða um 29%. Voru þær 89 þúsund í maí samanborið við 125 þúsund 2018. Gistinætur á hótelum drógust einnig saman, þó einungis um 3%. Á sama tíma lækkaði nýtingarhlutfall hótelherbergja á landinu úr 58% niður í 56% og framboð hótelherbergja jókst um 13%, úr 9.200 herbergjum í 10.500 herbergi.

Yfir þriggja mánaða tímabil, mars til maí, hefur heildarfjöldi gistinótta á hótelum dregist saman um 3% borið saman við sama tímabil í fyrra á meðan gistinætur keyptar í gegnum vefsíður á borð við Airbnb hafa dregist saman um 14%.

Brottförum farþega frá Keflavíkurflugvelli fækkaði á sama þriggja mánaða tímabili um 12% og erlendum ferðamönnum fækkaði um tæplega 15%. Samkvæmt tölum ISAVIA fækkaði skiptifarþegum um 43% á sama tímabili.

Á 2. ársfjórðungi hefur skiptifarþegum fækkað um 48% frá fyrra ári, frá tæplega 560 þúsund skiptifarþegum árið 2018 niður í 290 þúsund árið 2019.

Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur, tekjur af erlendum ferðamönnum, virðisaukaskattskylda veltu í einkennandi greinum ferðaþjónustu og ferðamenn til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll. Auk þess eru birtar uppfærðar tölur um bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferðatölur frá Vegagerðinni og talningu farþega til landsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu auk talna um farþega- og flughreyfingar frá ISAVIA.

Skammtímahagvísar ferðaþjónustu Maí    Júní - maí   
Gistinætur20182019  %2017-20182018-2019 %
Gistinætur alls766.776689.233 --10%11.039.80810.770.885 --2%
Hótel & gistiheimili435.291412.353 --5%5.660.8055.776.617 +2%
Gisting greidd gegnum vefsíður (t.d. Airbnb)125.00089.000 --29%1.951.0001.791.000 --8%
Óskráðar gistinætur (bíla- og innigisting)36.00033.000 --8%629.900539.000 --14%
Aðrar tegundir skráðra gististaða1170.485154.880 --9%2.798.1032.664.268 --5%
  Maí    Júní - maí   
Framboð og nýting hótelherbergja20182019   %2017-20182018-2019   %
Gistinætur317.689308.523 --3%4.313.9844.405.749 +2%
Framboð hótelherbergja9.22310.459 +13%114.317122.325 +7%
Nýting58%56% --266%70% +-4
  1. ársfjórðungur    2. ársfjórðungur - 1. ársfjórðungs 
Þjónustujöfnuður (milljónir króna)20182019   %2017-20182018-2019  %
Tekjur af erlendum ferðamönnum94.23093.166 --1%506.277518.472 +2%
- Flug32.53826.807 --18%180.843176.433 --2%
- Neysla / Ferðalög61.69266.360 +8%325.764342.039 +5%
  Mars - apríl    Maí - Apríl  
Virðisaukaskattskyld velta20182019   %2017-20182018-2019  %
Velta alls (milljónir króna)94.68983.586 --12%654.768660.496 +1%
- Rekstur gististaða11.58811.630 +0%95.67798.011 +2%
- Farþegaflutningar með flugi43.13031.887 --26%278.684268.697 --4%
- Veitingasala- og þjónusta15.50314.995 --3%97.24499.074 +2%
- Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (innanlan11.50312.626 +10%88.26598.469 +12%
- Ferðaskrifstofur- og skipuleggjendur (erlendis2.8402.861 +1%15.13116.823 +11%
- Bílaleigur6.6376.346 --4%51.47150.866 --1%
- Farþegaflutningar á landi3.0502.835 --7%22.76423.168 +2%
- Farþegaflutningar á sjó, vötnum og ám440407 --8%5.5315.389 --3%
  Mars    Meðalfjöldi launþega apríl - mars 
Launþegar220182019   %2017-20182018-2019   %
Launþegar alls27.30025.900 --5%29.20029.300 +0%
- Farþegaflutningar með flugi4.7003.900 --16%4.8005.300 +11%
- Rekstur gististaða6.100600 --2%6.8006.800 -0%
- Veitingasala og -þjónusta10.3009.800 --5%10.90010.500 --3%
- Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur3.5003.600 +2%3.8003.900 +4%
- Aðrar atvinnugreinar tengdar ferðaþjónustu2.7002.600 --7%2.9002.800 --3%
  Júlí    Meðalfjöldi ágúst - júlí  
Bílaleigubílar320182019   %2017-20182018-2019   %
Bílaleigubílar alls26.94625.640 --5%24.77925.309 +2%
Bílaleigubílar í umferð26.21124.943 --5%22.72723.479 +3%
Bílaleigubílar úr umferð735697 --5%2.0521.831 --11%
  Júní    Júlí - júní   
Umferð á hringveginum420182019   %2017-20182018-2019   %
Suðurland18.53019.608 +6%175.050181.606 +4%
Vesturland17.49319.369 +11%161.239171.185 +6%
Norðurland11.99312.344 +3%102.185104.618 +2%
Austurland3.2813.215 --2%26.71627.577 +3%
  Júní    Júlí - júní   
Talning farþega úr landi20182019   %2017-20182018-2019  %
Farþegar í gegnum Keflavíkurflugvöll5305.082259.702 --15%2.901.9122.832.498 --2%
- Erlent ríkisfang233.874194.912 --17%2.249.1032.188.315 --3%
- Þar af áætlaðir ferðamenn6208.987172.923 --17%2.015.5761.949.936 --3%
- Íslenskt ríkisfang71.20864.790 --9%652.809652.333 -0%
  Júní    Júlí - júní   
Umferð í gegnum Keflavíkurflugvöll20182019   %2017-20182018-2019  %
Heildarfjöldi flughreyfinga (komur/brottfarir)10.3478.353 --19%99.19590.427 --9%
Heildarfarþegahreyfingar71.088.782787.752 --28%9.342.1178.917.471 --5%

Tafla á pdf formi
1 Aðrar tegundir skráðra gististaða eru tjaldsvæði, farfuglaheimili, orlofshús, skálar í óbyggðum, íbúðagisting, svefnpokagististaðir og heimagististaðir
2 Tölur námundaðar að næsta hundraði
3 Skv. gögnum frá Samgöngustofu
4 Skv. talningu frá Vegagerðinni í gegnum 14 lykilteljara á hringveginum. Mánaðartölur sýna meðalfjölda talninga á dag í hverjum mánuði. Árstímabil sýnir heildartalningar yfir árið
5 Skv. talningu frá Ferðamálastofu
6 Áætlaður fjöldi ferðamanna sem gista a.m.k eina nótt
7Farþegahreyfingar telja brottfarir, komur og skiptifarþega sem eru tvítaldir

Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónustu
Þjónustujöfnuður
Tekjur af erlendum ferðamönnum
Farþegar og ferðamenn til landsins