Tekjur af erlendum ferðamönnum á þriðja ársfjórðungi 2025 námu 239,6 milljörðum króna samanborið við 239,2 milljarða á þriðja ársfjórðungi 2024. Á tólf mánaða tímabili frá október 2024 til september 2025 voru tekjur af erlendum ferðamönnum 637,5 milljarðar króna samanborið við 612,5 milljarða fyrir sama tímabil árinu áður.
Fjöldi starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi var 31.358 í október 2025 sem er 2% færri en í október 2024 þegar fjöldinn var 31.883. Á tólf mánaða tímabili frá nóvember 2024 til október 2025 störfuðu að jafnaði um 31.629 í einkennandi greinum ferðaþjónustu samanborið við 31.701 fyrir sama tímabil frá árinu áður.
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi nam 179 milljörðum króna í september til október sem er tæplega 3% aukning samanborið við sama tímabil 2024.
Gistinætur á hótelum í október 2025 voru 504.825 samanborið við 516.750 í október á síðasta ári. Gistinætur erlendra gesta voru 450.814 í október eða 3% fleiri en á sama tíma árið áður. Gistinætur Íslendinga voru 54.011, 33% færri en í fyrra. Frekari upplýsingar um gistinætur er að finna á vef Hagstofunnar undir flokknum Ferðaþjónusta.
Í nóvember voru 183.540 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 197.735 í nóvember 2024. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 141.100 samanborið við 162.273 í nóvember 2024 sem er fækkun farþega um 13% á milli ára.
Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur, veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, þjónustuviðskipti við útlönd, fjölda starfandi skv. skrám, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu og fjölda farþega frá Ferðamálastofu út frá þjóðernum auk talna um farþegaflutninga og flughreyfingar frá ISAVIA.
Breyting á útgáfu
Vinsamlegast athugið að þetta er í síðasta skiptið sem frétt um hagvísa í ferðaþjónustu verður gefin út. Hluti þess talnaefnis sem uppfærður hefur verið með þessari frétt verður framvegis uppfærður samhliða frétt um gistinætur, það er talnaefni um bílaleigubíla (Bílaleigubílar eftir skráningu og mánuðum) og farþega um Keflavíkurflugvöll (Farþegar um Keflavíkurflugvöll eftir ríkisfangi og mánuðum). Sjá nánar á birtingaráætlun. Uppfærslu á talnaefni um flughreyfingar og meðal daglega umferð á stofnvegum verður hins vegar hætt.
Á næsta ári verður unnið að bættri myndrænni framsetningu á gögnum um hagvísa í ferðaþjónustu, þar sem myndritin uppfærast samhliða birtingu á talnaefni.
Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónustu
Gistinætur
Starfandi samkvæmt skrám