Umferð um Lyngdalsheiði, sem er partur af ökuleiðinni um Gullna hringinn, hefur dregist talsvert saman á þessu ári. Skv. gögnum frá ökutækjateljara Vegagerðarinnar í júlí hefur fjölda ökutækja fækkað um 17% borið saman við sama mánuð á síðasta ári. Séu síðustu fjórir mánuðir, apríl til ágúst, bornir saman við sama tímabil árið áður hefur ökutækjum fækkað úr 237 þúsund í 209 þúsund, eða um 12%. Á fyrstu 7 mánuðum ársins hefur ökutækjum fækkað úr 336 þúsundum í 302 þúsund, eða um 10% samanborið við sama tímabil 2018.

Fjöldi ferðamanna í júlí var 210 þúsund og dróst saman um 16% frá sama mánuði árið áður þegar þeir voru tæplega 250 þúsund. Á sama tíma fækkaði brottfararfarþegum með íslensk ríkisfang um 9%, úr 66 þúsund í 60 þúsund. Á síðastliðnum fjórum mánuðum, apríl til ágúst, hefur ferðamönnum fækkað um 17% miðað við sama tímabil árið áður. Fjöldi ferðamanna þessa fjóra mánuði var 737 þúsund árið 2018 en 610 þúsund árið 2019. Taka skal fram að ferðamannatölur eru til bráðabirgða og unnið er að því að endurskoða reikniaðferð á fjölda ferðamanna, þá sérstaklega skiptifarþega og sjálfskiptifarþega, í kjölfar breytinga sem urðu á markaðnum eftir fall WOW air.

Gistinætur í júní voru 1.166.000 sé litið til allra tegunda gististaða og fækkaði þeim úr 1.208.000 frá sama mánuði árið áður, eða um 3%. Gisting greidd í gegnum vefsíður dróst saman um 11%, auk þess sem óskráðum gistinóttum (t.d. bíla- og innigisting) fækkaði um 30%, úr 60 þúsund í júní í fyrra í 42 þúsund í júní 2019. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum stóðu nánast í stað, Framboð hótelherbergja jókst um 3% á milli ára á meðan nýtingarhlutfall þeirra lækkaði úr 78% niður í 72%.

Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur og ferðamenn til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll. Auk þess eru birtar uppfærðar tölur um bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferðatölur frá Vegagerðinni og talningu farþega til landsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu auk talna um farþega- og flughreyfingar frá ISAVIA.

Skammtímahagvísar ferðaþjónustu Júní    Júlí - júní   
Gistinætur20182019  %2017-20182018-2019 %
Gistinætur alls1.207.9101.166.450 --3%10.938.84610.729.425 --2%
Hótel & gistiheimili589.261591.522 +0%5.672.6655.778.788 +2%
Gisting greidd gegnum vefsíður (t.d. Airbnb)190.000170.000 --11%1.911.0001.771.000 --7%
Óskráðar gistinætur (bíla- og innigisting)60.00042.000 --30%606.900521.000 --14%
Aðrar tegundir skráðra gististaða1368.649362.928 --2%2.748.2812.658.637 --3%
  Júní    Júlí - júní   
Framboð og nýting hótelherbergja20182019   %2017-20182018-2019   %
Gistinætur419.173397.622 --5%4.337.2764.384.198 +1%
Framboð hótelherbergja10.12210.438 +3%115.084122.641 +7%
Nýting78%72% --669%66% --4
  1. ársfjórðungur    2. ársfjórðungur - 1. ársfjórðungs 
Þjónustujöfnuður (milljónir króna)20182019   %2017-20182018-2019  %
Tekjur af erlendum ferðamönnum94.23093.166 --1%506.277518.472 +2%
- Flug32.53826.807 --18%180.843176.433 --2%
- Neysla / Ferðalög61.69266.360 +8%325.764342.039 +5%
  Mars - apríl    Maí - Apríl  
Virðisaukaskattskyld velta20182019   %2017-20182018-2019  %
Velta alls (milljónir króna)94.68983.586 --12%654.768660.496 +1%
- Rekstur gististaða11.58811.630 +0%95.67798.011 +2%
- Farþegaflutningar með flugi43.13031.887 --26%278.684268.697 --4%
- Veitingasala- og þjónusta15.50314.995 --3%97.24499.074 +2%
- Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (innanlan11.50312.626 +10%88.26598.469 +12%
- Ferðaskrifstofur- og skipuleggjendur (erlendis2.8402.861 +1%15.13116.823 +11%
- Bílaleigur6.6376.346 --4%51.47150.866 --1%
- Farþegaflutningar á landi3.0502.835 --7%22.76423.168 +2%
- Farþegaflutningar á sjó, vötnum og ám440407 --8%5.5315.389 --3%
  Mars    Meðalfjöldi launþega apríl - mars 
Launþegar220182019   %2017-20182018-2019   %
Launþegar alls27.30025.900 --5%29.20029.300 +0%
- Farþegaflutningar með flugi4.7003.900 --16%4.8005.300 +11%
- Rekstur gististaða6.100600 --2%6.8006.800 -0%
- Veitingasala og -þjónusta10.3009.800 --5%10.90010.500 --3%
- Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur3.5003.600 +2%3.8003.900 +4%
- Aðrar atvinnugreinar tengdar ferðaþjónustu2.7002.600 --7%2.9002.800 --3%
  Ágúst    Meðalfjöldi september - ágúst 
Bílaleigubílar320182019   %2017-20182018-2019   %
Bílaleigubílar alls26.94625.437 --6%24.84425.177 +1%
Bílaleigubílar í umferð26.21124.938 --5%22.79623.342 +2%
Bílaleigubílar úr umferð735552 --25%2.0481.835 --10%
  Júlí    Ágúst - júlí   
Umferð á hringveginum420182019   %2017-20182018-2019   %
Suðurland21.27019.291 --9%176.862179.627 +2%
Vesturland20.46617.812 --13%160.963168.532 +5%
Norðurland15.32213.909 --9%101.808103.205 +1%
Austurland4.2993.558 --17%27.00126.836 --1%
  Júlí    Ágúst - júlí   
Talning farþega úr landi20182019   %2017-20182018-2019  %
Farþegar í gegnum Keflavíkurflugvöll5344.852291.608 --15%2.912.3612.779.254 --5%
- Erlent ríkisfang278.613231.281 --17%2.255.7962.140.983 --5%
- Þar af áætlaðir ferðamenn6248.867209.573 --16%2.019.9021.919.856 --5%
- Íslenskt ríkisfang66.23960.327 --9%656.565646.421 --2%
  Júlí    Ágúst - júlí   
Umferð í gegnum Keflavíkurflugvöll20182019   %2017-20182018-2019  %
Heildarfjöldi flughreyfinga (komur/brottfarir)10.0159.542 --5%99.14989.954 --9%
Heildarfarþegahreyfingar71.187.662843.473 --29%9.429.8168.573.282 --9%

Tafla á pdf

1 Aðrar tegundir skráðra gististaða eru tjaldsvæði, farfuglaheimili, orlofshús, skálar í óbyggðum, íbúðagisting, svefnpokagististaðir og heimagististaðir
2 Tölur námundaðar að næsta hundraði
3 Skv. gögnum frá Samgöngustofu
4 Skv. talningu frá Vegagerðinni í gegnum 14 lykilteljara á hringveginum. Mánaðartölur sýna meðalfjölda talninga á dag í hverjum mánuði. Árstímabil sýnir heildartalningar yfir árið
5 Skv. talningu frá Ferðamálastofu
6 Áætlaður fjöldi ferðamanna sem gista a.m.k eina nótt
7 Farþegahreyfingar telja brottfarir, komur og skiptifarþega sem eru tvítaldir

Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónustu
Þjónustujöfnuður
Tekjur af erlendum ferðamönnum
Farþegar og ferðamenn til landsins