Virðisaukaskattskyld velta einkennandi greina ferðaþjónustu dróst saman um 59% í mars-apríl miðað við sama tímabili árið 2019 og nam rúmlega 34 milljörðum króna samanborið við 84 milljörðum króna á síðasta ári.
Í mars voru rúmlega 23 þúsund starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu eða um 12% færri en sama mánuð árið áður. Flestir voru starfandi við rekstur gististaða og veitinga, eða tæplega 14 þúsund, sem er 14% lækkun borið saman við sama mánuð árið áður. Á tímabilinu apríl 2019 til mars 2020 fækkaði starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu um 6% samanborið við síðustu 12 mánuði þar áður.
Samkvæmt tilraunatölfræði gistinátta er áætlað að gistinætur á hótelum í júlí hafi dregist saman um 47% og fækkað úr tæplega 508 þúsund í 269 þúsund samanborið við júlí í fyrra.
Í júni fækkaði skráðum gistinóttum um 72%, úr tæplega 943 þúsund í rúmlega 263 þúsund, samanborið við júní í fyrra. Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fækkaði úr 574 þúsund í 128 þúsund á sama tímabili, eða um 78%, á meðan aðrar skráðar gistinætur lækkuðu úr 368 þúsund í 136 þúsund eða um 63%. Nýting hótelherbergja lækkaði um 51 prósentustig, úr 72% niður í 21% á sama tímabili. Framboð hótelherbergja lækkaði einnig um 24% og fór úr 11 þúsund herbergjum niður í rúmlega 8 þúsund herbergi á sama tímabili.
Samkvæmt talningu ISAVIA fóru 59 þúsund farþegar af landi brott í gegnum Leifsstöð í júlí, sem er 80% fækkun samanborið við júlí í fyrra, á meðan 69 þúsund farþegar komu til landsins sem er 77% lækkun borið saman við sama mánuð í fyrra. Skiptifarþegum fækkaði á sama tíma úr tæplega 242 þúsund í rúmlega 3 þúsund eða um tæp 99%.
Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur, virðisaukaskattskylda veltu og fjölda starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu. Auk þess eru birtar uppfærðar tölur um bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferðartölur frá Vegagerðinni og talningu farþega til landsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu auk talna um farþegahreyfingar frá ISAVIA.
| Skammtímahagvísar ferðaþjónustu ágúst 2020 | Júní | Júlí - Júní | ||||
| Gistinætur | 2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % |
| Gistinætur alls (fyrir utan óskráðar gistinætur) | 942.661 | 263.431 | -72% | 8.450.826 | 6.526.771 | -23% |
| Hótel & gistiheimili | 574.331 | 127.741 | -78% | 5.757.777 | 4.428.733 | -23% |
| Gisting greidd gegnum vefsíður á borð við Airbnb7 | .. | .. | .. | .. | ||
| Óskráðar gistinætur (bíla- og innigisting) | .. | .. | .. | .. | ||
| Aðrar tegundir skráðra gististaða1 | 368.330 | 135.690 | -63% | 2.693.049 | 2.098.038 | -22% |
| Júní | Júlí - Júní | |||||
| Framboð og nýting hótelherbergja | 2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % |
| Gistinætur | 420.320 | 89.856 | -79% | 4.442.859 | 3.457.664 | -22% |
| Framboð hótelherbergja | 11.022 | 8.373 | -24% | 124.206 | 120.721 | -3% |
| Nýting | 72% | 21% | -51 | 66% | 49% | -12 |
| Júlí | ||||||
| Tilraunatölfræði gistinátta | 2019 (raun) | 2020 (áætlað) | % | |||
| Gistinætur á hótelum | 507800 | 269000 | -47% | |||
| 1. ársfjórðungur | 2. ársfjórðungur - 1. ársfjórðungs | |||||
| Þjónustujöfnuður (milljónir króna) | 2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % |
| Tekjur af erlendum ferðamönnum | 92.880 | 66.692 | -28% | 518.128 | 443.678 | -14% |
| - Flug | 26.772 | 19.951 | -25% | 176.325 | 132.368 | -25% |
| - Neysla / Ferðalög | 66.108 | 46.741 | -29% | 341.803 | 311.311 | -9% |
| Mars - apríl | Maí - apríl | |||||
| Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum2 (m. króna) | 2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % |
| Velta alls | 84.436 | 34.323 | -59% | 665.394 | 558.394 | -16% |
| - Farþegaflutningar með flugi | 31.897 | 13.336 | -58% | 268.714 | 205.665 | -23% |
| - Rekstur gististaða | 12.099 | 4.302 | -64% | 101.965 | 91.019 | -11% |
| - Veitingasala og -þjónusta | 15.255 | 8.160 | -47% | 99.987 | 92.868 | -7% |
| - Bílaleigur | 6.333 | 3.739 | -41% | 50.794 | 44.511 | -12% |
| - Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (erlendis) | 2.916 | 584 | -80% | 16.912 | 14.513 | -14% |
| - Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (á Íslandi) | 12.653 | 3.060 | -76% | 98.418 | 85.582 | -13% |
| - Farþegaflutningar á landi | 2.908 | 1.046 | -64% | 23.239 | 19.362 | -17% |
| - Farþegaflutningar á sjó, vötnum og ám | 375 | 96 | -75% | 5.365 | 4.872 | -9% |
| Mars | Meðalfjöldi starfandi apríl - mars | |||||
| Fjöldi starfandi skv. skrám | 2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % |
| Einkennandi greinar ferðaþjónustu | 26.270 | 23.001 | -12% | 29.065 | 27.340 | -6% |
| - Flutningar með flugi | 4.200 | 3.998 | -5% | 4.860 | 4.439 | -9% |
| - Rekstur gististaða og veitingarekstur | 16.249 | 13.946 | -14% | 17.731 | 16.785 | -5% |
| - Ferðaskrifstofur, -skipuleggjendur og bókunarþjónustur | 3.695 | 3.186 | -14% | 3.992 | 3.840 | -4% |
| Ágúst | Meðalfjöldi september - ágúst | |||||
| Bílaleigubílar3 | 2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % |
| Bílaleigubílar alls | 25.296 | 20.212 | -20% | 25.177 | 22.728 | -10% |
| Bílaleigubílar í umferð | 24.760 | 18.072 | -27% | 23.342 | 19.380 | -17% |
| Bílaleigubílar úr umferð | 536 | 2.140 | 299% | 1.834 | 3.348 | 83% |
| Júlí | Ágúst - júlí | |||||
| Umferð á hringveginum4 | 2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % |
| Suðurland | 20.409 | 19.265 | -6% | 180.626 | 157.865 | -13% |
| Vesturland | 21.708 | 20.935 | -4% | 172.443 | 156.760 | -9% |
| Norðurland | 15.182 | 14.046 | -7% | 104.478 | 89.516 | -14% |
| Austurland | 4.002 | 3.668 | -8% | 27.280 | 23.156 | -15% |
| Júlí | Ágúst - júlí | |||||
| Talning farþega úr landi | 2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % |
| Farþegar í gegnum Keflavíkurflugvöll5 | 291.608 | 58.940 | -80% | 2.787.404 | 1.594.426 | -43% |
| - Erlent ríkisfang | 231.281 | 45.614 | -80% | 2.140.983 | 1.242.417 | -42% |
| - Íslenskt ríkisfang | 60.327 | 13.326 | -78% | 646.421 | 352.008 | -46% |
| Júlí | Ágúst - júlí | |||||
| Umferð í gegnum Keflavíkurflugvöll | 2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % |
| Heildarfjöldi flughreyfinga | .. | .. | .. | .. | ||
| Heildarfarþegahreyfingar6 | 843.473 | 131.611 | -84% | 8.568.409 | 4.083.014 | -52% |
| - Brottfarir | 295.064 | 59.071 | -80% | 2.794.737 | 1.602.605 | -43% |
| - Komur | 306.602 | 69.284 | -77% | 2.784.007 | 1.580.672 | -43% |
| - Skiptifarþegar (Skiptifarþegar eru taldir tvisvar) | 241.807 | 3.256 | -99% | 2.989.665 | 899.737 | -70% |
1 Aðrar tegundir skráðra gististaða eru tjaldsvæði, farfuglaheimili, orlofshús, skálar í óbyggðum, íbúðagisting, svefnpokagististaðir og heimagististaðir
2 Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (erlendis): Þjónusta sem veitt er í sambandi við ferðalög erlendis, þ.e. er undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt (nr. 50/1988).
Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (á Íslandi): Þjónusta sem veitt er í sambandi við ferðalög á Íslandi, þ.e. er ekki undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt (nr. 50/1988).
3 Skv. gögnum frá Samgöngustofu
4 Skv. talningu frá Vegagerðinni í gegnum 14 lykilteljara á hringveginum. Mánaðartölur sýna meðalfjölda talninga á dag í hverjum mánuði. Árstímabil sýnir heildartalningar yfir árið
5 Skv. talningu frá Ferðamálastofu
6 Farþegahreyfingar telja brottfarir, komur og skiptifarþega sem eru tvítaldir
7 Tölur ekki reiknaðar vegna ófullnægjandi gagna
Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónustu
Tilraunatölfræði um gistinætur
Þjónustujöfnuður
Fjöldi starfandi í atvinnugreinum skv. skrám
Tekjur af erlendum ferðamönnum