FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 04. APRÍL 2013

Vinsamlega athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 4. apríl 2013 9:30 frá upprunalegri útgáfu. 


Gistinætur á hótelum í febrúar voru 139.900 og fjölgaði um 35% frá febrúar í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru um 82% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 42% frá sama tíma í fyrra. Jafnframt fjölgaði gistinóttum Íslendinga um 11%.

Á höfuðborgarsvæðinu voru 105.400 gistinætur á hótelum í febrúarmánuði og fjölgaði um 31% frá sama mánuði í fyrra. Gistinóttum fjölgaði einnig umtalsvert á Austurlandi og voru 3.700 gistinætur í febrúar miðað við 1.600  í febrúar 2012.  Á Suðurlandi voru gistinætur  13.300 en voru 9.200 á sama tímbili 2012. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða fóru gistinætur í 5.300 úr 2.800. Á Norðurlandi voru 5.900 gistinætur í febrúar og fjölgaði því um 19% frá fyrra ári. Á Suðurnesjum voru um 4.400 gistinætur í febrúar en það samsvarar til 25% aukningar frá sama mánuði í fyrra


Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.