FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 05. MAÍ 2015


Gistinætur á hótelum í mars voru 216.900 sem er 14% aukning miðað við mars 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 86% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 19% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkar um 8% milli ára.

Flestar gistinætur á hótelum í mars voru á höfuðborgarsvæðinu eða 156.700 sem er 8% aukning miðað við mars 2014. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 31.000. Erlendir gestir með flestar gistinætur í mars voru; Bretar 70.600, Bandaríkjamenn með 41.200, og Þjóðverjar með 17.500 gistinætur.

Á tólf mánaða tímabili apríl 2014 til mars 2015 voru gistinætur á hótelum 2.409.700 sem er fjölgun um 14% miðað við sama tímabil ári fyrr.

65% nýting herbergja á hótelum í mars 2015
Nýting herbergja í mars var best á höfuðborgarsvæðinu eða um 87%. Á Suðurnesjum var herbergjanýting um 59%.

Gistinætur á hótelum            
  Mars   Apríl - Mars     
  2014 2015 % 2013-2014 2014-2015 %
             
Alls 190.004 216.920 14 2.119.677 2.409.688 14
Höfuðborgarsvæði 145.359 156.730 8 1.451.945 1.617.648 11
Suðurnes 6.964 9.522 37 93.108 115.205 24
Vesturland og Vestfirðir 6.673 6.975 5 88.167 104.217 18
Norðurland 8.344 8.939 7 158.601 167.448 6
Austurland 3.567 3.749 5 87.072 77.450 -11
Suðurland 19.097 31.005 62 240.784 327.720 36
             
Íslendingar 32.591 29.962 -8 343.636 336.924 -2
Erlendir gestir 157.413 186.958 19 1.776.041 2.072.764 17

 

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.