FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 28. SEPTEMBER 2018

Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum í ágúst síðastliðnum voru 1.734.000, en þær voru 1.575.000 í sama mánuði árið áður. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 714.500, gistinætur á farfuglaheimilum, svefnpokaplássi, tjaldsvæðum o.þ.h. voru 688.500, og 331.000 í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Heildarfjöldi gistinátta í ágúst jókst um 10% milli ára, þar af var 7% fjölgun á hótelum og gistiheimilum, 16% fjölgun á öðrum tegundum gististaða og 6% fjölgun á stöðum sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður.

Til viðbótar voru gistinætur erlendra ferðamanna 84.000 í bílum utan tjaldsvæða og 46.000 hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða á öðrum stöðum þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu.

Hagstofan birtir nú einnig fyrstu tölur fyrir gistinætur utan hefðbundinnar gistináttaskráningar í júlí. Áætlað er að fjöldi gistinátta í gegnum vefsíður á borð við Airbnb í júlí hafi verið 243.600, auk þess sem fjöldi erlendra gistinátta í bílum utan tjaldsvæða var 51.400, og 28.300 erlendar gistinætur hafi í júlí verið á stöðum þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu. Verið er að yfirfara aðferðir við áætlun þeirra gistinátta sem metnar eru út frá Landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands og gæti sú yfirferð haft áhrif á tölur bæði fyrir 2017 og 2018.

7% aukning gistinátta á hótelum í ágúst
Gistinætur á hótelum í ágúst síðastliðnum voru 496.500, sem er 7% aukning frá sama mánuði árið áður. Um 51% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 250.800.

Um 93% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn eða 459.400. Bandaríkjamenn voru með flestar gistinætur (163.400), síðan Þjóðverjar (47.500) og Kínverjar (32.500), en gistinætur Íslendinga voru 37.100.

Á tólf mánaða tímabili, frá september 2017 til ágúst 2018, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.338.300, sem er 3% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

Gistinætur á hótelum
  Ágúst   September–ágúst  
  2017 2018 % 2016-2017 2017-2018 %
             
Alls 464.109 496.516 7 4.215.076 4.338.293 3
Höfuðborgarsvæði 243.579 250.839 3 2.589.644 2.599.278 0
Suðurnes 28.570 36.059 26 290.291 306.772 6
Vesturland og Vestfirðir 28.920 34.365 19 183.973 207.891 13
Norðurland 48.774 49.377 1 291.908 305.470 5
Austurland 22.011 18.438 -16 107.038 100.320 -6
Suðurland 92.255 107.438 16 752.222 818.562 9
             
Íslendingar 32.507 37.131 14 411.958 448.595 9
Erlendir gestir 431.602 459.385 6 3.803.118 3.889.698 2

85% nýting herbergja á hótelum í ágúst
Herbergjanýting í ágúst 2018 var 84,8%, sem er lækkun um 1,9 prósentustig frá ágúst 2017 þegar hún var 86,7%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 8,1% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í ágúst var best á Suðurnesjum, eða 94,1%.

Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Áætlun á gistinóttum utan hefðbundinnar gistináttatalningar byggist á niðurstöðum úr Landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og gögnum úr gistináttagrunni Hagstofunnar. Við landsvæðaskiptingu þessara talna er stuðst við vefskröpun og gögn úr gistináttagrunni Hagstofunnar. Frekari lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.

Tölur fyrir 2018 eru bráðabirgðatölur.

Talnaefni
Gistinætur
Hagvísar í ferðaþjónustu
Farþegar til landsins

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.