FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 23. DESEMBER 2016

Gistinætur á hótelum í nóvember voru 298.300 sem er 44% aukning miðað við nóvember 2015. Gistinætur erlendra gesta voru 90% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 48% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 17%.

Flestar gistinætur á hótelum í nóvember voru á höfuðborgarsvæðinu eða 214.500 sem er 33% aukning miðað við nóvember 2015. Um 71% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 35.400. Erlendir gestir með flestar gistinætur í nóvember voru Bretar með 96.200 gistinætur, Bandaríkjamenn með 74.600 og Þjóðverjar með 18.300, en íslenskar gistinætur í nóvember voru 29.700.

Á tólf mánaða tímabili frá desember 2015 til nóvember 2016 voru gistinætur á hótelum 3.693.300 sem er 31% aukning miðað við sama tímabil árið áður og 2,5% aukning frá fyrri mánuði á gistinóttum yfir 12 mánaða tímabil.

68,1% nýting herbergja á hótelum í nóvember 2016
Herbergjanýting í nóvember 2016 var 68,1%, sem er aukning um 12,4 prósentustig frá nóvember 2015, þegar hún var 55,7%. Nýtingin var best á höfuðborgarsvæðinu, eða um 90,9%.

Gistinætur á hótelum
  Nóvember   Desember - nóvember  
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
             
Alls 206.477 298.272 44 2.819.435 3.693.342 31
Höfuðborgarsvæði 161.040 214.510 33 1.828.381 2.343.712 28
Suðurnes 8.301 18.953 128 144.165 197.954 37
Vesturland og Vestfirðir 5.538 8.348 51 123.882 169.005 36
Norðurland 6.537 10.491 60 187.121 281.237 50
Austurland 2.935 10.589 261 122.953 182.154 48
Suðurland 22.126 35.381 60 412.933 519.280 26
             
Íslendingar 25.308 29.666 17 323.529 381.894 18
Erlendir gestir 181.169 268.606 48 2.495.906 3.311.448 33

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Vegna bættrar skráningar gistirýmis í gistináttagrunni Hagstofunnar hafa orðið smávægilegar breytingar á tölulegum upplýsingum um framboð og nýtingu gistirýmis á hótelum sem ná aftur til upphafs ársins 2015. Töflur á vef Hagstofunnar hafa verið leiðréttar til samræmis við þetta.


Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.