FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 30. JÚNÍ 2017

Gistinætur á hótelum í maí voru 303.000 sem er 7% aukning miðað við maí 2016. Gistinætur erlendra gesta voru 87% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 6% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 15%.

Flestar gistinætur á hótelum í maí voru á höfuðborgarsvæðinu eða 176.400 sem er 1% aukning miðað við maí 2016. Um 58% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Gistinætur á Suðurnesjum voru 20.400, sem er 65% aukning frá fyrra ári, en einnig var 26% aukning á Norðurlandi, þar sem gistinætur voru 28.800. Gistinætur á Vesturlandi og Vestfjörðum voru 15.600, sem er 1% samdráttur frá fyrra ári. Erlendir gestir með flestar gistinætur í maí voru Bandaríkjamenn með 85.300, Þjóðverjar með 34.300 gistinætur og Bretar með 28.600, en íslenskar gistinætur í maí voru 38.800.

Á tólf mánaða tímabili frá júní 2016 til maí 2017 var heildarfjöldi gistinátta á hótelum 4.142.000 sem er 30% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

62,6% nýting herbergja á hótelum í maí 2017
Herbergjanýting í maí 2017 var 62,6%, sem er minnkun um 2,4 prósentustig frá maí 2016, þegar hún var 65,0%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist úr 8269 herbergjum í 9128, eða um 10%. Nýtingin var best á höfuðborgarsvæðinu, eða um 70,6%.

Gistinætur á hótelum
  Maí   Júní - maí  
  2016 2017 % 2015-2016 2016-2017 %
             
Alls 282.709 302.987 7 3.192.149 4.142.196 30
Höfuðborgarsvæði 174.844 176.405 1 2.075.737 2.575.154 24
Suðurnes 12.353 20.412 65 156.613 247.895 58
Vesturland og Vestfirðir 15.723 15.622 -1 134.597 182.946 36
Norðurland 22.923 28.795 26 216.255 293.897 36
Austurland 8.931 9.509 6 85.399 109.927 29
Suðurland 47.935 52.244 9 523.548 732.377 40
             
Íslendingar 33.646 38.784 15 351.482 433.207 23
Erlendir gestir 249.063 264.203 6 2.840.667 3.708.989 31

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Tölur fyrir 2017 eru bráðabirgðatölur.

Enn er unnið að því að uppfæra tölur fyrir fyrri ár til samræmis við það að sveitarfélagið Höfn í Hornafirði telst nú með Suðurlandi, í stað Austurlands áður.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.