FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 05. SEPTEMBER 2007


Gistinóttum á hótelum í júlí fjölgaði um 6% milli ára
Gistinætur á hótelum í júlí síðastliðnum voru 189.300 en voru 177.800 í sama mánuði árið 2006, sem er fjölgun um 11.400 nætur eða ríflega 6%.  Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum.  Aukningin var hlutfallslega mest á Norðurlandi þar sem gistinóttum fjölgaði um tæp 12%, úr 19.400 í 21.700 milli ára.  Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin tæpum 6%, en gistinætur þar fóru úr 104.900 í 111.100 milli ára.  Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum einnig um 6%, úr 18.100 í 19.200.  Fjöldi gistinátta á Suðurlandi jókst um rúm 5%, úr 24.200 í 25.500 milli ára.  Á Austurlandi fór gistináttafjöldinn úr 11.300 í 11.800 og fjölgaði þar með um rúm 4%.

Fjölgun gistinátta á hótelum í júlí má bæði rekja til Íslendinga (23%) og útlendinga (4%).

Gistirými á hótelum í júlímánuði jókst milli ára.  Fjöldi herbergja fór úr 4.076 í 4.444, 9% aukning og fjöldi rúma úr 8.210 í 9.015, 10% aukning.  Hótel sem opin voru í júlí síðastliðnum voru 77 en 76 í sama mánuði árið 2006.

 

Gistinóttum á hótelum á fyrstu sjö mánuðum ársins fjölgaði um 14% milli ára
Gistinætur á hótelum fyrstu sjö mánuði ársins voru 755.400 en voru 662.100 sama tímabil árið 2006.  Fjölgun varð á öllum landsvæðum, mest á Norðurlandi þar sem gistináttafjöldinn jókst um 17%.  Aukningin nam 15% á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi, 10% á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum og 9% á Suðurlandi.

Fjölgun gistinátta fyrstu sjö mánuði ársins skiptist þannig að gistinóttum útlendinga fjölgaði um 14% og Íslendinga um 13%.

 

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið.  Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. 

Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum á fyrsta ársþriðjungi fjölgaði um 18% milli ára
Gistinætur á hótelum og gistiheimilum janúar – apríl voru 342.700 en voru 290.000 fyrir sama tímabil árið 2006.  Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurnesjum þar sem þeim fækkaði um 7% og á Norðurlandi vestra þar sem fækkunin nam 10%.  Hlutfallslega varð aukningin mest á Austurlandi þar sem fjöldinn fór úr 10.100 í 14.900 milli ára, 47% aukning.  Á Norðurlandi eystra nam aukningin 37%, gistinæturnar þar fóru úr 17.300 í 23.600 milli ára.  Á Vestfjörðum fjölgaði gistinóttunum um 35%.  Gistinætur á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu voru 237.800 á fyrsta ársþriðjungi ársins og fjölgar þar með um 19% því árið 2006 voru þær 200.400.  Aukningin nam 13% á Suðurlandi er gistinætur fóru úr 29.600 í 33.500 og 8% á Vesturlandi er þær fóru úr 17.600 í 16.400 milli ára.  Fjölgun gistinátta janúar – apríl 2007 er bæði vegna útlendinga (24%) og Íslendinga (6%).  Gistirými á hótelum og gistiheimilum fyrir þetta tímabil ársins jókst milli ára og fjölgaði bæði herbergjum og rúmum um 8%.

 

Tölur fyrir 2007 eru bráðabirgðatölur.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.