Heildarfjöldi gistinátta í desember 2018 jókst um 4,3% frá fyrra ári. Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum í desember síðastliðnum voru 523.600, en þær voru 494.400 í sama mánuði fyrra árs. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 341.300. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.þ.h. voru 96.300 og um 86.000 í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Heildarfjöldi gistinátta í desember jókst um 4,3% milli ára, þar af var 0,9% aukning á hótelum og gistiheimilum, 18,5% fjölgun á öðrum tegundum gististaða og 15% aukning á stöðum sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður. Einnig voru gistinætur erlendra ferðamanna um 3.000 í bílum utan tjaldsvæða og um 13.000 hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða á öðrum stöðum þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu.

Færri hótelgistinætur á suðvesturhorninu í desember en fleiri á landsbyggðinni
Gistinætur á hótelum í desember síðastliðnum voru 305.200 sem er 1% aukning frá sama mánuði árið áður. Samdráttur var á fjölda gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en fjölgun í öðrum landshlutum. Um 68% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 206.700.

Gistinætur á hótelum
  Desember   Janúar–desember  
  2017 2018 % 2017 2018 %
Alls300.650305.15314.270.7104.466.3485
Höfuðborgarsvæði214.858206.712-42.598.6612.594.0630
Suðurnes22.73420.178-11301.010307.0162
Vesturland og Vestfirðir4.9787.21545190.991246.69529
Norðurland8.10713.18163297.632321.7168
Austurland1.8422.56939108.337102.516-5
Suðurland48.13155.29815774.079894.34216
Þjóðerni
Íslendingar27.93928.6102407.979456.17212
Erlendir gestir272.711276.54313.862.7314.010.1764

Herbergjanýting í desember 2018 var 54,0%, sem er lækkun um tæp 4 prósentustig frá desember 2017 þegar hún var 57,9%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 8,3% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í desember var best á höfuðborgarsvæðinu, eða 71,4%.

Framboð og nýting hótelherbergja
  Herbergjafjöldi á hótelum í desember Herbergjanýting hótela í desember
  2017 2018 % 2017 2018 prst
       
Alls9.1879.9538,3%57,9%54,0%-3,9
Höfuðborgarsvæði4.9875.0651,6%76,1%71,4%-4,7
Suðurnes6296340,8%64,5%56,1%-8,4
Vesturland og Vestfirðir44063243,6%19,8%20,9%1,1
Norðurland9371.05412,5%16,0%23,3%7,3
Austurland418394-5,7%8,3%12,1%3,8
Suðurland1.7762.17422,4%47,8%44,7%-3,1

Um 91% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn eða 276.500, sem er 1% aukning frá sama mánuði fyrra árs. Bandaríkjamenn voru með flestar gistinætur (82.500), síðan Bretar (75.100) og Þjóðverjar (12.200) en gistinætur Íslendinga voru 38.300.

29% aukning hótelgistinátta á Vesturlandi og Vestfjörðum milli 2017 og 2018
Yfir árið 2018 var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.466.000, sem er 5% aukning frá 2017. Hótelgistinóttum fjölgaði á Vesturlandi og Vestfjörðum um 29% milli áranna 2017 og 2018, úr 191.000 í 246.700. Einnig má nefna 16% aukningu á heildarfjölda hótelgistinátta milli ára á Suðurlandi, úr 774.100 í 894.300. Gistinætur á hótelum á höfuðborgarsvæðinu voru 58% af öllum hótelgistinóttum árið 2018 og var fjöldi þeirra nánast óbreyttur milli ára.

Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Áætlun á gistinóttum utan hefðbundinnar gistináttatalningar byggist á niðurstöðum úr Landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og gögnum úr gistináttagrunni Hagstofunnar, að teknu tilliti til upplýsinga um virðisaukaskattskylda veltu frá Airbnb og bílaleigum sem leggja áherslu á útleigu viðverubúinna húsbíla. Við landsvæðaskiptingu þessara talna er stuðst við vefskröpun og gögn úr gistináttagrunni Hagstofunnar. Frekari lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.

Tölur fyrir 2018 eru bráðabirgðatölur, sem og tölur um gistinætur utan hefðbundinnar gistináttatalningar fyrir 2017.

Talnaefni