FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 31. MAÍ 2017

Gistinætur á hótelum í apríl voru 292.100 sem er 25% aukning miðað við apríl 2016. Gistinætur erlendra gesta voru 84% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 26% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 21%.

Flestar gistinætur á hótelum í apríl voru á höfuðborgarsvæðinu eða 181.900 sem er 16% aukning miðað við apríl 2016. Um 62% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 54.700. Erlendir gestir með flestar gistinætur í apríl voru Bandaríkjamenn með 61.900, Bretar með 54.500 gistinætur og Þjóðverjar með 22.100, en íslenskar gistinætur í apríl voru 45.500.

Á tólf mánaða tímabili frá maí 2016 til apríl 2017 var heildarfjöldi gistinátta á hótelum 4.122.000 sem er 32% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

66,1% nýting herbergja á hótelum í apríl 2017
Herbergjanýting í apríl 2017 var 66,1%, sem er aukning um 6,9 prósentustig frá apríl 2016, þegar hún var 59,2%. Nýtingin var best á höfuðborgarsvæðinu, eða um 79,7%.

Gistinætur á hótelum
  Apríl   Maí - apríl  
  2016 2017 % 2015-2016 2016-2017 %
             
Alls 233.195 292.091 25 3.129.863 4.121.774 32
Höfuðborgarsvæði 156.845 181.933 16 2.040.413 2.573.593 26
Suðurnes 10.400 17.873 72 156.838 239.836 53
Vesturland og Vestfirðir 7.993 11.231 41 130.039 182.903 41
Norðurland 20.071 21.078 5 208.291 288.025 38
Austurland 4.755 5.240 10 83.188 109.349 31
Suðurland 33.131 54.736 65 511.094 728.068 42
             
Íslendingar 37.606 45.513 21 349.228 427.995 23
Erlendir gestir 195.589 246.578 26 2.780.635 3.693.779 33

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Tölur fyrir 2017 eru bráðabirgðatölur.

Samfara birtingu á gistinóttum á hótelum í apríl 2017 er tafla með upplýsingum um gistinætur á öllum gististöðum niður á sveitarfélög fyrir árin 2008-2016 nú tilbúin og er aðgengileg í talnaefni á vef Hagstofunnar. Enn er unnið að því að uppfæra tölur fyrir fyrri ár til samræmis við það að sveitarfélagið Höfn í Hornafirði telst nú með Suðurlandi, í stað Austurlands áður.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.