FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 30. OKTÓBER 2020

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í september síðastliðnum dróst saman um 88% samanborið við september 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 85%, um 86% á gistiheimilum og um 84% á öðrum tegundum skráðra gististaða (tjaldsvæðum, farfuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv.).

Þar sem landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands liggur niðri vegna mikillar fækkunar brottfara frá Keflavíkurflugvelli var ekki unnt að áætla fjölda erlendra gistinátta á stöðum sem miðla heimagistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður, en þær voru um það bil 180.0000 í september í fyrra.

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 124.000 í september en þær voru um 1.003.000 í sama mánuði árið áður. Um 74% gistinátta voru skráðar á Íslendinga, eða um 93.000, en um 26% á erlenda gesti, eða um 32.000 nætur. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 86.000, þar af 64.300 á hótelum.

Framboð hótelherbergja á landinu minnkaði um 28% frá september 2019. Herbergjanýting á hótelum var 16,2% og dróst saman um 57,6 prósentustig frá fyrra ári.

Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistinóttum á hótelum úr 215.000 í 21.300 á milli ára eða um 90%. Á sama tíma dróst framboð hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu saman um 39,5% á milli ára um leið og herbergjanýting féll um 64,8 prósentustig á milli ára og var 13,8% í september síðastliðnum.

Framboð og nýting hótelherbergja í september
  Herbergjafjöldi á hótelum í september Herbergjanýting hótela í september
2019 2020 % 2019 2020 prst
Alls11.2328.087-28,0%73,8%16,2%-57,6
Höfuðborgarsvæði5.3473.235-39,5%78,6%13,8%-64,8
Suðurnes955684-28,4%79,3%26,0%-53,3
Vesturland og Vestfirðir925803-13,2%60,3%17,9%-42,4
Norðurland1.2301.015-17,5%62,9%20,8%-42,2
Austurland441347-21,3%64,2%18,6%-45,7
Suðurland2.3342.003-14,2%73,4%13,4%-60,0

Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum í september drógust saman um 96% á milli ára en íslenskum gistinóttum fjölgaði um 28%. Gistinætur Íslendinga voru 47.800, eða 74% af hótelgistinóttum, á meðan erlendar gistinætur voru 16.400 eða 26%.

Gistinætur á hótelum
  September   Október-september  
2019 2020 % 2018-2019 2019-2020 %
Alls434.20664.277-854.485.1792.460.613-45
Höfuðborgarsvæði215.00521.251-902.498.5451.338.609-46
Suðurnes41.3297.154-83382.401188.323-51
Vesturland og Vestfirðir29.4817.811-74244.641157.150-36
Norðurland40.35710.782-73339.845214.586-37
Austurland15.5253.013-81112.65071.364-37
Suðurland92.50914.266-85907.097490.581-46
Þjóðerni
Íslendingar37.48547.83528428.329592.23838
Erlendir gestir396.72116.442-964.056.8501.868.375-54

Á 12 mánaða tímabili, frá október 2019 til september 2020, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 2.461.000 sem er 45% fækkun miðað við sama tímabil árið áður.

Þar sem fækkun brottfara frá Keflavíkurflugvelli hefur komið í veg fyrir öflun gagna fyrir landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að hún muni liggja niðri þar til aðstæður breytast. Á meðan á því stendur verða ekki birtar áætlaðar tölur um gistinætur utan hefðbundinnar gistináttaskráningar.

Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Áætlun fyrir gistinætur utan hefðbundinnar gistináttatalningar byggist á niðurstöðum úr landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands á meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Einnig er byggt á gögnum úr gistináttagrunni Hagstofunnar að teknu tilliti til upplýsinga um virðisaukaskattskylda veltu frá Airbnb og bílaleigum sem leggja áherslu á útleigu viðverubúinna húsbíla. Þær aðferðir sem beitt er við áðurnefnda áætlun eru í þróun innan Hagstofu Íslands. Tölur sem birtar eru um ógreiddar gistinætur og gistinætur sem miðlað er í gegnum vefsíður eru því bráðabirgðatölur og geta tekið breytingum með hliðsjón af bættum upplýsingum og aðferðum. Við landsvæðaskiptingu þessara talna er stuðst við vefskröpun og gögn úr gistináttagrunni Hagstofunnar. Frekari lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.

Allar tölur fyrir árið 2020 eru bráðabirgðatölur nema gistináttatölur hótela en fyrir þær eru bráðabirgðatölur fyrir september 2020. Áætlun fyrir aðrar tegundir gististaða er um þessar mundir háð meiri óvissu en vanalega fyrir tilstilli örra breytinga á framboði og nýtingu og því rétt að taka þeim tölum með sérstökum fyrirvara þar til endanlegar tölur liggja fyrir í lok árs.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.