FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 16. JÚNÍ 2020

Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 8,0% árið 2019 samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum ferðaþjónustureikninga. Til samanburðar nam hlutur ferðaþjónustunnar 8,1% árin 2016, 2017 og 2018 samkvæmt endurskoðuðu mati. Hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu hefur því nánast staðið í stað frá 2016. Ferðaþjónustureikningar eru hliðarreikningar þjóðhagsreikninga og er ætlað að leggja mat á hlut ferðaþjónustunnar í hagkerfinu og þróun hennar sem atvinnugreinar. Ferðaþjónustureikningar taka til útgjalda innlendra sem og erlendra ferðamanna.

Alls voru komur erlendra ferðamanna hingað til lands tælega 2,6 milljónir árið 2019 sem var 8,7% fækkun frá fyrra ári. Flestir ferðamenn eru gistifarþegar sem koma til landsins með millilandaflugi. Gistifarþegum fækkaði um 14,1% árið 2019 en gistinóttum fækkaði einungis um 1,7%. Til samanburðar þá fjölgaði gistifarþegum um 5,3% árið 2018 en gistinóttum um 2,3%.

Í júlí 2018 voru birtar bráðabirgðaniðurstöður fyrir hlut ferðaþjónustu í landsframleiðslu fyrir árið 2017. Bráðabirgðaniðurstöður gáfu til kynna að hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hafi verið 8,6% borið saman við 8,1% samkvæmt endurskoðuðum niðurstöðum sem nú eru birtar. Mismun á bráðabirgðaniðurstöðum og endurskoðuðum niðurstöðum má að mestu leyti rekja til tiltekinna undirliða ferðaþjónustunnar sem voru endurskoðaðir fyrir árið 2017 og fyrri ár.

Heildarútgjöld erlendra ferðamanna voru 383,4 milljarðar króna árið 2019
Heildarútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi námu 383,4 milljörðum króna árið 2019 samanborið við 394,2 milljarða króna árið 2018. Tæpur fjórðungur útgjaldanna var vegna kaupa á gistiþjónustu eða 86,9 milljarðar króna. Þá greiddu erlendir ferðamenn 75,7 milljarða til ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda og 63,2 milljarða til innlendra flugfélaga vegna fargjalda hingað til lands og ferða innanlands.

Útgjöld erlendra ferðamanna vega hlutfallslega mest í þjónustugreinum sem tengjast beint ferðamönnum. Hér má nefna ferðaskrifstofur, hótel og gistiheimili, bílaleigur og farþegaflutninga.

Neysla í ferðaþjónustu á Íslandi 2009–2019 á verðlagi hvers árs
Milljarðar króna 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 20192
Neysla í ferðaþjónustu, alls166,6172,5202,6242,6275,4321,4392,2494,4528,2553,5552,6
Neysla erlendra ferðamanna92,690,4112,5137,3165,9197,7259,6345,6375,4394,2383,4
Neysla innlendra ferðamanna59,666,572,385,488,1102,1109,3122,3124,9129,9138,1
Önnur neysla í ferðaþjónustu114,415,717,919,921,421,623,226,527,929,431,1

1) Tilreiknuð leiga á sumarhúsum og kostnaður atvinnurekenda vegna viðskiptaferða starfsfólks.
2) Bráðabirgðatölur

Hlutur ferðaþjónustu samanborið við aðra atvinnugreinaflokka árið 2019
Þegar hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu er borin saman við aðrar atvinnugreinar þarf að hafa í huga að ferðaþjónusta er ekki til sem sérstök atvinnugrein í hefðbundinni atvinnugreinaflokkun heldur er hún samsett grein þar sem lagt er saman tiltekið hlutfall af starfsemi annarra atvinnugreina.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang thjodhagsreikningar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.