FRÉTT FÉLAGSMÁL 23. JANÚAR 2009

Gefin hafa verið út Hagtíðindi, Konur og karlar í áhrifastöðum 2008, í efnisflokknum heilbrigðis-, félags- og dómsmál. Þar kemur m.a. fram að karlar eru við stjórnvölinn í mun ríkara mæli en konur. Hlutur kvenna fer þó vaxandi í ýmsum áhrifastöðum en stendur í stað eða minnkar í öðrum. Konur eru um þriðjungur (32–37%) þingmanna, ráðherra, sveitarstjórnarmanna, ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra ráðuneyta, héraðsdómara og nefndarmanna í opinberum nefndum. Þær eru um fjórðungur (24–29%) forstöðumanna ríkisstofnana, framkvæmdastjóra sveitarfélaga og stjórnarmanna stærstu lífeyrissjóðanna. Konur eru meirihluti stjórnenda á leikskóla- og grunnskólastigi en karlar meirihluti stjórnenda á framhaldsskóla- og háskólastigi. Kynjaskipting meðal stjórnarformanna og stjórnarmanna fyrirtækja var óbreytt árin 1999–2007, en konur voru þar rúmur fimmtungur. Hlutfall kvenna af framkvæmdastjórum hækkaði úr 15% í 19% á sama tíma. Dagblöðum er nú sem fyrr ritstýrt af körlum en konur hafa komið að ritstjórn og fréttastjórn dagblaða síðustu árin.

Konur og karlar í áhrifastöðum - Hagtíðindi
 
Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.