Um þjónustuna
Hagstofa Íslands er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09.00–16.00 og föstudaga frá kl. 09.00–12.00.
Upplýsingaþjónusta
Hagstofan svarar skriflegum fyrirspurnum innan tveggja virkra daga. Einnig má hafa beint samband við upplýsingaþjónustu Hagstofunnar í síma í 528 -1100 eða senda tölvupóst á upplysingar@hagstofa.is. Almenn upplýsingaþjónusta er án endurgjalds.
Hagtölur
Á vef Hagstofunnar er hægt að skoða töflur með ítarlegu talnaefni og tímaröðum, flokkaðar eftir efni, án endurgjalds. Allt útgefið efni á vef Hagstofunnar má endurnýta, afrita og deila áfram á hvaða sniði eða miðli sem er svo lengi sem vísað er til stofnunarinnar. Sjá nánar um opið gagnaaðgengi.
Sérsniðnar hagtölur
Ef notandi óskar eftir upplýsingum sem ekki eru aðgengilegar sem hagtölur á vef Hagstofunnar má senda skriflega beiðni um vinnslu sérsniðinna hagtalna. Notendum er bent á að nýta sér talnaefni í talnagrunni Hagstofunnar og lýsigögn þess auk orðskýringa stofnunarinnar og flokkanir til þess að útskýra vel um hvað er beðið.
Fyrir vinnslu sérsniðinna hagtalna er greitt samkvæmt gjaldskrá Hagstofunnar. Sumir notendur eru undanþegnir greiðslu en upplýsingar um gjaldskylda notendur og undanþágur frá gjaldskyldu má finna hér. Áður en vinnsla hefst er verkbeiðandi upplýstur um áætlaðan kostnað. Ef óskað er eftir endurteknum sérvinnslum þarf að gera skriflegan samning um fjölda afhendinga á 12 mánaða tímabili.
Hagstofan getur frestað eða hafnað beiðni ef hún telst utan venjulegrar þjónustu eða raski reglubundnum verkefnum.
Nánari upplýsingar veitir upplýsingaþjónusta Hagstofunnar í síma 528 -1100 eða á upplysingar@hagstofa.is.
Örgagnaþjónusta
Hagstofan veitir aðeins viðurkenndum aðilum með ríkar rannsókna- og greiningaþarfir aðgang að örgögnum um íslenskan efnahag og samfélag. Þar sem öll gögn sem Hagstofan safnar til hagtölugerðar eru trúnaðargögn er aðgangur einungis veittur að dulkóðuðum gögnum í gegnum tengingu við örugga sýndarvél stofnunarinnar. Greitt er fyrir aðgang að örgögnum samkvæmt gjaldskrá Hagstofunnar. Nánari upplýsingar um örgagnaþjónustu Hagstofunnar má finna hér, í síma 528-1100 eða í gegnum netfangið rannsoknathjonusta@hagstofa.is.