Fréttir og tilkynningar

02 Feb
2. febrúar 2023

Anna steypir Guðrúnu af stóli sem algengasta eiginnafn kvenna

Í ársbyrjun 2023 voru tíu algengustu einnöfnin og fyrstu eiginnöfnin þau sömu og árið 2018. Hjá körlum var Jón algengasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Af kvenmannsnöfnum var Anna algengast, þá Guðrún og svo Kristín. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrúnu er steypt af stóli sem algengasta eiginnafn kvenna. Tíu algengustu karlmannsnöfnin hafa verið þau sömu frá 2018.

02 Feb
2. febrúar 2023

Tilraunatölfræði: Dánir eftir vikum 2017-2022

Á árinu 2022 dóu að meðaltali 51,3 í hverri viku eða fleiri en árin 2017-2021 þegar 43,8 dóu að meðaltali. Að jafnaði dóu flestir í aldursflokknum 90 ára og eldri yfir tímabilið 2017-2022. Tíðasti aldur dáinna árið 2022 var 90 ár en 87 ára árin 2017-2021.

01 Feb
1. febrúar 2023

Fleiri starfandi einstaklingar á fjórða ársfjórðungi 2022

Helstu niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands fyrir fjórða ársfjórðung 2022 sýna að staða vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði hefur batnað frá árinu áður. Það má til dæmis sjá á því að hlutfall starfandi fólks hefur aukist og dregið nokkuð úr atvinnuleysi.

01 Feb
1. febrúar 2023

9% minni dilkakjötsframleiðsla

Árið 2022 var kjötframleiðsla samtals 29.478 tonn, 2% minna en árið 2021. Dilkakjötsframleiðsla var 9% minni, svínakjötsframleiðsla 3% minni, nautakjötsframleiðsla jafn mikil, og alifuglaframleiðsla 2% meiri. Framleiðsla í desember 2022 var jafn mikil og í desember árið á undan. Talnaefni hefur verið uppfært.

Lykiltölur

-

Vísitala neysluverðs í og til verðtryggingar í Sæki vísitölu neysluverðs og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar...

-

Launavísitala í Sæki launavísitölu...

-

Byggingarvísitala (á útreikningstíma, desember 2021=100) í Sæki byggingarvísitölu...

-

Vísitala framleiðsluverðs í Sæki vísitölu framleiðsluverðs...

-

Mannfjöldi 1. janúar Sæki mannfjölda...

- %

Hagvöxtur Sæki hagvöxt...

- %

Atvinnuleysi í Sæki atvinnuleysi...

- %

Verðbólga í , 12 mánaða breyting vísitölu neysluverðs Sæki verðbólgu, 12 mánaða breytingu vísitölu neysluverðs...

Myndrit

Birtingaráætlun

  • 03. febrúar 2023 Starfandi samkvæmt skrám í desember 2022
  • 03. febrúar 2023 Staðgreiðsluskyldar greiðslur í desember 2022
  • 06. febrúar 2023 Áætlaður meðalrekstrarkostnaður á grunnskólanema í febrúar 2023
  • 07. febrúar 2023 Vöruviðskipti í janúar 2023, bráðabirgðatölur
  • 09. febrúar 2023 Laus störf á 4. ársfjórðungi 2022
  • 09. febrúar 2023 Efnahagslegar skammtímatölur í febrúar 2023
  • 10. febrúar 2023 Gjaldþrot og fyrri virkni fyrirtækja 2022
  • 10. febrúar 2023 Nýskráningar og fjöldi skráðra fyrirtækja 2022
  • 13. febrúar 2023 Manntal 2021, vinnumarkaður