Fréttir og tilkynningar

01 Des
1. desember 2023

6% meiri kjötframleiðsla í október

Kjötframleiðsla í október 2023 var samtals 6.459 tonn, 6% meiri en í október 2023. Framleiðsla alifuglakjöts var 14% meiri en í október í fyrra, svínakjötsframleiðslan var 2% meiri og nautakjötsframleiðslan 4% meiri. Sauðfjárslátrun var ekki lokið í október en samdráttur var í slátrun sauðfjár á milli ára. Talnaefni hefur verið uppfært.

30 Nóv
30. nóvember 2023

Hægir verulega á hagvexti

Samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga er áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu (VLF) um 1080,3 ma.kr. á þriðja ársfjórðungi þessa árs og vöxtur hennar á föstu verðlagi (hagvöxtur) um 1,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist VLF að raunvirði um 4,2% meiri en á sama tíma í fyrra.

30 Nóv
30. nóvember 2023

Gistinætur í október 12% fleiri en í fyrra

Skráðar gistinætur í október voru 775.000 sem er um 12% aukning frá október 2022 (694.000). Fjöldi gistinátta á hótelum var 493.200 sem er 5% aukning samanborið við október í fyrra.

30 Nóv
30. nóvember 2023

Aflaverðmæti jókst á fyrstu þremur ársfjórðungum 2023

Verðmæti afla við fyrstu sölu var 154,5 milljarðar króna á fyrstu þrem fjórðungum ársins 2023 samkvæmt bráðabirgðatölum. Þetta er 3% aukning frá sama tímabili árið 2022 en þá var aflaverðmæti tæplega 150 milljarðar króna.

Lykiltölur

-

Vísitala neysluverðs í og til verðtryggingar í Sæki vísitölu neysluverðs og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar...

-

Launavísitala í Sæki launavísitölu...

-

Byggingarvísitala (á útreikningstíma, desember 2021=100) í Sæki byggingarvísitölu...

-

Vísitala framleiðsluverðs í Sæki vísitölu framleiðsluverðs...

-

Mannfjöldi 1. janúar Sæki mannfjölda...

- %

Hagvöxtur Sæki hagvöxt...

- %

Atvinnuleysi í Sæki atvinnuleysi...

- %

Verðbólga í , 12 mánaða breyting vísitölu neysluverðs Sæki verðbólgu, 12 mánaða breytingu vísitölu neysluverðs...

Myndrit

Birtingaráætlun

  • 05. desember 2023 Áætlaður meðalrekstrarkostnaður á grunnskólanema í desember 2023
  • 05. desember 2023 Starfandi samkvæmt skrám í október 2023
  • 05. desember 2023 Staðgreiðsluskyldar greiðslur í október 2023
  • 06. desember 2023 Rekstrar- og efnahagsyfirlit 2022
  • 07. desember 2023 Mannfjöldaspá 2023
  • 07. desember 2023 Vöruviðskipti í nóvember 2023, bráðabirgðatölur
  • 07. desember 2023 Fjármál hins opinbera á 3. ársfjórðungi 2023
  • 08. desember 2023 Vísitala heildarlauna á 3. ársfjórðungi 2023
  • 08. desember 2023 Áfengisneysla 2021 og 2022