6% meiri kjötframleiðsla í október
Kjötframleiðsla í október 2023 var samtals 6.459 tonn, 6% meiri en í október 2023. Framleiðsla alifuglakjöts var 14% meiri en í október í fyrra, svínakjötsframleiðslan var 2% meiri og nautakjötsframleiðslan 4% meiri. Sauðfjárslátrun var ekki lokið í október en samdráttur var í slátrun sauðfjár á milli ára. Talnaefni hefur verið uppfært.