Hagstofa Íslands hefur undirritað samkomulag um samstarf við embætti landlæknis en með samkomulaginu er stefnt að því að bæta samstarf stofnananna á sviði hagskýrslugerðar.
Vísitala byggingarkostnaðar í mars 2023 hækkar um 0,8% frá fyrri mánuði. Kostnaður við innflutt efni dróst saman um 1,8% en kostaður við innlent efni jókst um 2,0%. Launakostnaður hefur aukist um 1,0% og kostnaður við vélar, flutning og orkunotkun um 0,4%. Talnaefni hefur verið uppfært.
Vísitala framleiðsluverðs í febrúar 2023 hækkaði um 0,8% frá fyrri mánuði. Framleiðsluverð sjávarafurða lækkaði um 1,2% en framleiðsluverð stóriðju hækkaði á sama tíma um 2,3%. Þá hækkaði framleiðsluverð á matvælum um 0,2%. Talnaefni hefur verið uppfært.