Fréttir og tilkynningar

19 Ágú
19. ágúst 2022

Þjónustujöfnuður jákvæður um 9,1 milljarð í maí

Verðmæti þjónustuútflutnings í maí 2022 er áætlað 58,4 milljarðar króna og að það hafi tvöfaldast frá því í maí 2021 á gengi hvors árs. Gert er ráð fyrir að útflutningstekjur af ferðalögum hafi verið um 26,9 milljarðar í maí og að þær hafi aukist verulega samanborið við sama tíma árið 2021.

18 Ágú
18. ágúst 2022

Skammtímahagvísar ferðaþjónustu í ágúst

Fjöldi starfandi samkvæmt skrám í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi var 29.067 í maí 2022 sem er 62% aukning samanborið við maí 2021. Á tólf mánaða tímabili frá júní 2021 til maí 2022 störfuðu að jafnaði um 24.701 í einkennandi greinum ferðaþjónustu samanborið við 17.440 fyrir sama tímabil árið áður.

18 Ágú
18. ágúst 2022

Laus störf voru 12.240 á öðrum ársfjórðungi 2022

Alls voru 12.240 laus störf á íslenskum vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi 2022 samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru 229.148 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því 5,1%. Þetta er hæsta ársfjórðungslega mæling á hlutfalli lausra starfa frá fyrsta ársfjórðungi 2019 þegar starfaskráning Hagstofunnar hófst.

17 Ágú
17. ágúst 2022

Rúm 38% nýnema luku bakkalárgráðu á þremur árum

Haustið 2014 hófu 2.310 nýnemar þriggja ára nám til bakkalárgráðu í háskólum á Íslandi. Þremur árum síðar höfðu 38,1% þeirra brautskráðst á tilætluðum tíma og 0,2% til viðbótar höfðu útskrifast úr öðru háskólanámi, svo sem tveggja ára diplómanámi.

Lykiltölur

-

Vísitala neysluverðs í og til verðtryggingar í Sæki vísitölu neysluverðs og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar...

-

Launavísitala í Sæki launavísitölu...

-

Byggingarvísitala (á útreikningstíma, desember 2021=100) í Sæki byggingarvísitölu...

-

Vísitala framleiðsluverðs í Sæki vísitölu framleiðsluverðs...

-

Mannfjöldi 1. janúar Sæki mannfjölda...

- %

Hagvöxtur Sæki hagvöxt...

- %

Atvinnuleysi í Sæki atvinnuleysi...

- %

Verðbólga í , 12 mánaða breyting vísitölu neysluverðs Sæki verðbólgu, 12 mánaða breytingu vísitölu neysluverðs...

Myndrit

Birtingaráætlun

  • 23. ágúst 2022 Samræmd vísitala neysluverðs í júlí 2022
  • 23. ágúst 2022 Mánaðarleg launavísitala í júlí 2022 og tengdar vísitölur
  • 24. ágúst 2022 Vísitala byggingarkostnaðar, mæling í ágúst 2022
  • 25. ágúst 2022 Vinnumarkaðurinn í júlí 2022
  • 25. ágúst 2022 Vöru- og þjónustuviðskipti á 2. ársfjórðungi 2022, bráðabirgðatölur
  • 26. ágúst 2022 Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun 2021
  • 29. ágúst 2022 Gjaldþrot og fyrri virkni fyrirtækja í júlí 2022
  • 29. ágúst 2022 Velta maí-júní 2022 skv. virðisaukaskattskýrslum
  • 29. ágúst 2022 Starfsfólk í grunnskólum haustið 2021