Áætlað er að á árinu 2018 hafi 15.400 manns á aldrinum 16-74 ára verið starfandi við menningu samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, eða 7,7% af heildarfjölda starfandi.
Niðurstöður rannsóknar á því hvort að hækkandi starfsaldur og aukin menntun hafi áhrif á þróun launavísitölu benda til þess að áhrifin séu lítil, eða 0,024% að meðaltali á mánuði. Áhrifin eru ekki marktæk og geta verið ýmist til hækkunar eða lækkunar á mánaðarlegri launavísitölu. Niðurstöður rannsókna gefa ekki tilefni til að breyta útreikningi launavísitölu.
Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2018 en þar á eftir Alexander og Emil. Emilía var vinsælasta stúlkunafnið, þá Embla og svo Ísabella.