Fæddir andvana


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Fæddir andvana

0.2 Efnisflokkur

Mannfjöldi

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Guðjón Hauksson
Hagstofa Íslands
gudjon.hauksson (hjá) hagstofa.is
Sími: 528 1032

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Við upphaf 19. aldar var biskupum á Íslandi gert að safna árlegum skrám frá ljósmæðrum um andvana fædda. Upplýsingar um fjölda andvana fæddra eru til frá og með árinu 1804. Árleg manntöl presta lögðust af með tilkomu Þjóðskrár 1952. Upplýsingar um andvana fædda hafa fengist síðan úr fæðingarskýrslum sem sendar eru Þjóðskrá.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar.

0.6 Heimildir

Fæðingarkýrslur.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007.
Reglugerð um ritun dánarvottorða, réttarlæknisfræðilega líkskoðun, réttarkrufningu og tilkynningu til Hagstofu Íslands um andvana fædd börn, nr. 248/2001.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun


0.9 Ákvæði vegna EES og ESB


1. Efni


1.1 Efnislýsing

Úr fæðingarskýrslum eru unnar upplýsingar um heildarfjölda andvana fæddra barna þeirra foreldra sem eiga lögheimili á Íslandi (samkvæmt lögum nr. 5 um lögheimili frá 1990). Eftirtalin atriði koma fram í útgefnu efni:

  • Heildarfjöldi andvana fæddra og andvana fæddir af 1.000 fæddum
  • Andvana fæddir eftir kyni og hjúskaparstöðu foreldra

1.2 Tölfræðileg hugtök

Andvana fæddir: Í töflum Hagstofu Íslands eru andvana fædd börn þau börn sem koma í heiminn án lífsmarks eftir a.m.k. 28 vikna meðgöngu. Styttri meðganga telst vera fósturlát. Þetta er það viðmið yfirleitt hefur verið notað í töflum alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Eurostat. Á allra síðustu árum hafa mörkin milli fósturláts og andvana fæðinga verið færð niður í 22 vikur í sumum löndum. Í töflugerð þessara landa er ýmist miðað við 22 vikur (tölur á landsvísu) eða 28 vikur (alþjóðlegar tölur). Rétt er að geta þess að fæðingarstofnanir á Íslandi hafa allt frá árinu 1992 sett mörkin við 22 vikna meðgöngu og 500 g þyngd.

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Niðurstöður eru teknar saman árlega.

2.2 Vinnslutími

Vinnslutíminn er þrír mánuðir eða frá áramótum og fram til aprílmánaðar.

2.3 Stundvísi birtingar

Tölur um andvana fædda birtast í Landshögum hvers árs. Ítarlegri upplýsingar eru lagðar í gagnabanka upplýsingadeildar Hagstofu Íslands.

2.4 Tíðni birtinga

Tölur um andvana fædda eru gefnar út einu sinni á ári í Landshögum.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Allar skýrslur berast Hagstofunni, en mistök geta átt sér stað. Þannig komu árið 2007 í ljós tvær skýrslur sem áttu við árið 2005.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum

Í alþjóðlegu ljósi hefur verið litið á upplýsingaöflun um andvana fæðingar sem fremur vandmeðfarinn málaflokk. Skilgreiningar um andvana fæðingar hafa breyst í tímans rás og í eldri gögnum getur verið erfitt að greina á milli andvana fæðinga og fósturláta jafnvel þótt nákvæmar skilgreiningar liggi fyrir. Í dag berast upplýsingar um meðgöngulengd (samkvæmt ómskoðun og samkvæmt síðustu tíðum) til Hagstofu Íslands og liggja þær til grundvallar töflugerð Hagstofunnar. Upplýsingar um þennan málflokk verða því að teljast mjög áreiðanlegar í dag.

3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar

Engin öryggismörk reiknuð þar sem um heildarsafn er að ræða.

4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Árleg manntöl presta lögðust af með tilkomu þjóðskrárinnar 1952 og hafa upplýsingar um andvana fædda fengist úr henni allar götur síðan. Skilgreiningu á óvígðri sambúð foreldra var breytt 1986 í mannfjöldaskýrslum. Fyrir þann tíma studdist skýrslugerð um þetta atriði við þjóðskrá auk fæðingarskýrslna og var þá ekki talið að um óvígða sambúð væri að ræða nema foreldrar hefðu sama lögheimili. Frá 1986 byggist skýrslugerð um sambúð foreldra eingöngu á fæðingarskýrslum og þeim upplýsingum sem þar eru hafðar eftir móður um það atriði.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur


4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Engar bráðabirgðatölur eru gefnar út fyrir andvana fædda.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

  • Fréttir birtar á vef Hagstofunnar
  • Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur
  • Hagtíðindi, ritröð
  • Landshagir, árbók Hagstofu Íslands
  • Hagtíðindi. Mánaðarrit Hagstofu Íslands. Útgáfu hætt 2004
  • Mannfjöldaskýrslur til ársins 1980. Í ritröðinni Hagskýrslur Íslands
  • Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Gögn geymd á tölvutæku formi hjá Mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands. Ekki er veittur aðgangur að einstaklingsbundnum gögnum en unnt er að fá sérvinnslur úr þeim gegn greiðslu.

5.3 Skýrslur


5.4 Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar má fá hjá Mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands, s. 528 1030 eða með tölvubréfi: mannfjoldi (hjá) hagstofa.is.

© Hagstofa �slands, �ann 4-1-2010