Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í janúar er 387,1 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,28% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 365,9 stig og hækkaði um 0,05% frá desember.
Vetrarútsölur eru í fullum gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 10,3% (vísitöluáhrif -0,61%) og á húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. um 2,2% (-0,14%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 13,7% (-0,15%).
Verð á opinberri þjónustu hækkaði um 5,8% (0,45%). Þar af hækkuðu gjöld fyrir sorphirðu, holræsi og vatn um 12,6% (0,19%) og gjaldskrár orkuveitna fyrir rafmagn og hita hækkuðu um 4,4% (0,14%). Verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 5,2% (0,30%) og verð dagvöru hækkaði um 0,8% (0,13%). Þá hækkaði verð á áfengi og tóbaki um 2,8% (0,10%).
Vísitöluáhrif af hækkun opinberra gjalda á áfengi, tóbak og bílaeldsneyti voru 0,16%.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,5% og vísitalan án húsnæðis um 5,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,7% sem jafngildir 2,6% verðbólgu á ári (1,0% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis).
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í janúar 2012, sem er 387,1 stig, gildir til verðtryggingar í mars 2012. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 7.643 stig fyrir mars 2012.
Vísitala neysluverðs eftir eðli og uppruna 2011-2012 | ||||
Undirvísitölur mars 1997=100 | Breyting síðustu 12 mánuði | |||
Áhrif á vísit. | ||||
Desember | Janúar | % | ||
Vísitala neysluverðs | 216,3 | 216,3 | 6,5 | 6,5 |
Þar af: | ||||
Innlendar vörur og grænmeti | 194,0 | 194,0 | 6,7 | 0,9 |
Búvörur og grænmeti | 180,4 | 180,4 | 8,4 | 0,5 |
Innlendar vörur án búvöru | 204,4 | 204,4 | 5,3 | 0,4 |
Innfluttar vörur alls | 193,6 | 193,6 | 4,9 | 1,8 |
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks | 186,9 | 186,9 | 5,0 | 1,7 |
Dagvara | 194,0 | 194,0 | 5,6 | 1,0 |
Breytingar vísitölu neysluverðs 2011–2012 | ||||||
Maí 1988 = 100 | Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar | |||||
Breytingar í hverjum mánuði, % | ||||||
Síðasta mánuð, % | Síðustu 3 mánuði, % | Síðustu 6 mánuði, % | Síðustu 12 mánuði, % | |||
Vísitala | ||||||
2011 | ||||||
Janúar | 363,4 | -0,9 | -10,3 | -2,1 | 0,9 | 1,8 |
Febrúar | 367,7 | 1,2 | 15,2 | 2,4 | 2,8 | 1,9 |
Mars | 371,2 | 1,0 | 12,0 | 5,0 | 4,8 | 2,3 |
Apríl | 374,1 | 0,8 | 9,8 | 12,3 | 4,9 | 2,8 |
Maí | 377,6 | 0,9 | 11,8 | 11,2 | 6,7 | 3,4 |
Júní | 379,5 | 0,5 | 6,2 | 9,2 | 7,1 | 4,2 |
Júlí | 379,9 | 0,1 | 1,3 | 6,3 | 9,3 | 5,0 |
Ágúst | 380,9 | 0,3 | 3,2 | 3,5 | 7,3 | 5,0 |
September | 383,3 | 0,6 | 7,8 | 4,1 | 6,6 | 5,7 |
Október | 384,6 | 0,3 | 4,1 | 5,0 | 5,7 | 5,3 |
Nóvember | 384,6 | 0,0 | 0,0 | 3,9 | 3,7 | 5,2 |
Desember | 386,0 | 0,4 | 4,5 | 2,8 | 3,5 | 5,3 |
2012 | ||||||
Janúar | 387,1 | 0,3 | 3,5 | 2,6 | 3,8 | 6,5 |
Talnaefni