Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst frá fyrri ársfjórðungi um 2,3% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 1,9% í samgöngum og flutningum, 1,2% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og um 0,1% í iðnaði.

Heildarlaunakostnaður án óreglulegra greiðslna dróst saman um 0,9% frá fyrri ársfjórðungi í iðnaði og um 0,1% í atvinnugreinunum byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og í samgöngum og flutningum. Hins vegar jókst hann um 0,3% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu. Í heildarlaunakostnaði án óreglulegra greiðslna eru greiðslur sem ekki eru gerðar upp á hverju útborgunartímabili útilokaðar.

Árshækkun heildarlaunakostnaðar á greidda stund frá 2. ársfjórðungi 2009 var á bilinu 5,0% til 9,9%. Mest var hækkunin í samgöngum og flutningum en minnst í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

 

Samkvæmt kjarasamningum á milli aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og samkomulags um breytingar þeirra og framlengingu, sem undirritað var 25. júní 2009, hækkuðu launataxtar verkafólks og afgreiðslufólks um kr. 6.500 og iðnaðarmanna um kr. 10.500 eða að lágmarki um 2,5% frá 1. júní síðastliðnum. Almenn hækkun launataxta annarra starfsstétta var 2,5%.

Vísitala launakostnaðar er kostnaðarvísitala sem sýnir breytingar á launakostnaði á greidda stund og er ekki leiðrétt fyrir breytingum í samsetningu vinnuafls og vinnustunda. Niðurstöður eru birtar með fyrirvara um breytingar. Vísitala launakostnaðar er gefin út ársfjórðungslega og reiknuð samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og Ráðsins nr. 450/2003.


Talnaefni