Samkvæmt vísitölu launakostnaðar hækkaði heildarlaunakostnaður á öðrum ársfjórðungi 2007 um 0,7% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu (G) frá fyrri ársfjórðungi en lækkaði í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (F) um 2,7%, í samgöngum og flutningum (I) um 1,9% og í iðnaði (D) um 0,1%.

Á sama tímabili lækkaði heildarlaunakostnaður án óreglulegra greiðslna um 0,8 % til 3,4%, mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (F) en minnst í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu (G). Vísitala heildarlaunakostnaðar án óreglulegra greiðslna er ólík vísitölu heildarlaunakostnaðar að því leyti að hún tekur ekki tillit til greiðslna sem ekki eru gerðar upp á hverju útborgunartímabili s.s. orlofsuppbótar.

Árshækkun heildarlaunakostnaðar frá öðrum ársfjórðungi 2006 var á bilinu 6,5% - 11,3%, mest í  iðnaði (D) en minnst í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu (G).

Vísitala launakostnaðar, sem gefin er út ársfjórðungslega, sýnir breytingar á launakostnaði á vinnustund. Um er að ræða kostnaðarvísitölu sem ekki er leiðrétt fyrir breytingum í samsetningu vinnuafls og vinnustunda. Breytingar á vísitölu launakostnaðar geta því endurspeglað verðbreytingu vinnustundar, breytt hlutfall yfirvinnustunda, aukið hlutfall vinnuafls með há/lág laun eða samspil umræddra þátta.

Breyting vísitalna frá fyrra ári, %
2. ársfj. 2007 Heildar-
launakostnaður
Heildar- Annar launa- án óreglulegra 
  launakostnaður Heildarlaun kostnaður greiðslna
Iðnaður (D) 11,3 10,9 13,2 11,9
Byggingarst. og mannv. (F) 6,7 6,4 8,7 6,9
Verslun og viðgerðaþ. (G) 6,5 6,4 7,4 6,7
Samgöngur og flutningar (I) 7,4 7,5 7,4 8,0

Talnaefni