Þjóðhagsspá, vetur 2014


  • Hagtíðindi
  • 14. nóvember 2014
  • ISSN: 1670-4665


Sækja pdf skjal
Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði 2,7% árið 2014, 3,3% árið 2015 en 2,5-2,9% árin 2016 til 2018. Fjárfesting er talin aukast um 14% árið 2014, 18,7% árið 2015 og 14,6% árið 2016, en gert ráð fyrir að stóriðjufjárfesting dragist saman árin 2017 og 2018 sem leiðir til þess að fjárfesting stendur í stað þau ár. Einkaneysla jókst lítið 2013 en reiknað er með að hún aukist um 3,9% 2014, 4% árið 2015 en um og yfir 3% á ári eftir það.

Til baka