Rannsókn á notkun einstaklinga á tæknibúnaði og neti er framkvæmd reglulega á vormánuðum. Þær upplýsingar sem óskað er eftir eru tvíþættar, annars vegar er spurt um þann tæknibúnað sem til er á heimilinu og hins vegar um notkun á tölvum, interneti og netverslun.
Um 2.500 manns á aldrinum 15-74 eru valdir í úrtak með slembiaðferð úr þjóðskrá. Spurningarnar eru flestar um tækjaeign, tölvu- og netnotkun og verslun á netinu. Að auki er spurt um heimilisgerð, stöðu á vinnumarkaði og menntun. Niðurstöðurnar eru nýttar til að fá heildarmynd af tækjabúnaði heimila og netnotkun eftir ólíkum hópum fólks í samanburði við aðrar þjóðir í Evrópu.