Íbúar

Með konungsbréfi árið 1735 var biskupum Íslands gert að safna árlegum skrám frá prestum um fædda og dána. Árið 1838 tóku skýrslur að greina frá fjölda barnsfæðinga eftir kyni og ennfremur ítarlegri sundurliðanir á réttarstöðu við fæðingu frá 1850. Árleg manntöl presta lögðust af með tilkomu þjóðskrárinnar 1952 og hafa ítarlegar upplýsingar um fædda fengist úr henni síðan.