Atvinnuvegir

Hagstofa Íslands safnar mánaðarlega upplýsingum frá gististöðum og vinnur tölfræði um framboð og nýtingu, fjölda gestakoma og gistinátta eftir tegund gististaða, landssvæðum og þjóðernum gesta. Skammtímatölur yfir veltu og starfsmannafjölda í einkennandi ferðaþjónustugreinum byggja á upplýsingum úr staðgreiðsluskrá og virðisaukaskattskrá. Ferðaþjónustureikningar (TSA) eru unnir samhliða þjóðhagsreikningum og eru uppfærðir árlega.