Þjónusta sveitarfélaga við fatlað fólk 2011-2012


  • Hagtíðindi
  • 29. apríl 2014
  • ISSN: 1670-4681


Sækja pdf skjal
Árið 2012 veittu sveitarfélög 4.260 einstaklingum með fötlun þjónustu á 15 þjónustusvæðum. Fjölgaði þeim um 66 (1,6%) frá árinu áður. Af þeim voru 1.599 börn 17 ára og yngri (37,5%). Drengir voru fleiri en stúlkur í þessum hópi eða rúm 60%, enda voru þeir í miklum meirihluta í þessum aldurshópi (tæp 72%). Í aldurshópnum 18-39 ára voru karlar tæpt 61%, en í aldurshópnum 67 ára og eldri voru konur mun fleiri eða 68%.

Til baka