FRÉTT VINNUMARKAÐUR 26. JÚNÍ 2018

Sérfræðingahópur um færni- og menntunarþörf á íslenskum vinnumarkaði sem skipaður var fulltrúum Vinnumálastofnunar, Alþýðusambands Íslands, Hagstofu Íslands og Samtökum Atvinnulífsins telur að ráðast þurfi í aðgerðir til að mynda ramma um færnispár á Íslandi.

  • Meta kosti þess að Hagstofan fái formlegt hlutverk við tölfræðilega spágerð á færniþörf til lengri tíma
  • Efla greiningar á færniþörf til skemmri tíma innan Vinnumálastofnunar
  • Setja á fót færniráð að írskri og finnskri fyrirmynd sem horfir til landsins í heild sinni
  • Setja á fót sérfræðingahóp um færnispár
  • Gefa starfsgreinanefnd formlegt ráðgjafarhlutverk í spáferlinu

Færnispár nýtast bæði fyrir stefnumótun í mennta- og atvinnumálum en einnig fyrir einstaklinga til að taka ákvarðanir um náms- og starfsval. Spár um færni- og menntunarþörf á vinnumarkaði eru framkvæmdar víða um heim en hér á landi skortir slíkar spár til skemmri og lengri tíma.

Nánari umfjöllum um tillögur hópsins, færnispár, spáferli annarra ríkja og gögn fyrir færnispár á Íslandi má sjá í skýrslu sérfræðingahópsins á vef Vinnumálastofnunar.

Einnig er væntanleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um menntun, störf, atvinnugreinar og samspil þessara þátta á vinnumarkaði þar sem lagt er mat á núverandi stöðu og þróun síðustu 10 ára. Helstu niðurstöður skýrslunnar byggja á greiningum Hagfræðistofnunar á gögnum Hagstofunnar.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1281 , netfang Anton.Karlsson@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.