FRÉTT VERÐLAG 12. MAÍ 2004

Vísitala neysluverðs í maí 2004 er 233,9 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,82% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 227,4 stig, 0,66% hærri en í apríl.
     Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 2,3% (vísitöluáhrif 0,28%) og verð á bensíni og gasolíu hækkaði um 3,3% (0,13%). Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 0,8% (0,11%) og áskriftargjöld sjónvarps, útvarps og dagblaða hækkuðu um 5,2% (0,09%).
     Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,2% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,0% sem jafngildir 8,1% verðbólgu á ári (án húsnæðis 7,2%). 
      Vísitala neysluverðs í maí 2004, sem er 233,9 stig, gildir til verðtryggingar í júní 2004. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 4.618 stig fyrir júní 2004. 

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.