FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 17. APRÍL 2020

Tilraunatölfræði

Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 17. apríl 2020 kl. 12.00 frá upprunalegri útgáfu. Í töflum og gröfum voru einingar skráðar í ma.kr. en áttu að vera í m.kr.

Heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða á fyrstu 15 vikum ársins, þ.e. fram að páskum nam 68,3 milljörðum króna og dróst saman um 7,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Á föstu gengi dróst heildarverðmætið saman um 12,2% milli ára.

Þessar tölur byggja á nýrri gagnasöfnun um vikulega þróun vöruviðskipta sem Hagstofan stendur fyrir til að mæta þörf fyrir tíðari upplýsingar um framþróun efnahagsmála.

Sjá nánar: Samdráttur í útflutningsverðmæti sjávarafurða

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1151 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.