FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 31. ÁGÚST 2006


Vöruskiptajöfnuður

Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir 16,2 milljarða króna og inn fyrir 35,2 milljarða króna fob (38,0 milljarða króna cif). Vöruskiptin í júlí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 19,1 milljarð króna en það er mesti halli í einum mánuði frá því Hagstofan fór að birta tölur um vöruskiptin eftir mánuðum. Í júlí 2005 voru vöruskiptin óhagstæð um 11,9 milljarða króna á föstu gengi¹.

Fyrstu sjö mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 130,5 milljarða króna en inn fyrir 216,4 milljarða króna fob (234,4 milljarða króna cif). Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 85,9 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 48,9 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 37,0 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Útflutningur
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var 4,5 milljörðum eða 3,6% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 56,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 2,2% meira en á sama tíma árið áður. Aukning var í útflutningi á ferskum fiski, frystum flökum og söltuðum og/eða þurrkuðum fiski en á móti kom samdráttur í útflutningi fiskimjöls. Útfluttar iðnaðarvörur voru 38,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 22,0% meira en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hækkandi álverðs. Á móti kom samdráttur í útflutningi á kísiljárni. Einnig varð samdráttur í útflutningi skipa og flugvéla.
 
Innflutningur
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var 41,5 milljörðum fob eða 23,7% meira á föstu gengi¹ en árið áður. Rúman helming af þeirri aukningu, eða 22,5 milljarða, má rekja til aukins innflutnings á fjárfestingarvöru sem jókst um 60,2%. Innflutningur hrá- og rekstrarvara jókst um 35,9%, eða um 15,1 milljarð. Verðhækkun á eldneyti og smurolíu leiddi til 21,7% aukningar, eða um 3,5 milljarða. Innflutningur á neysluvöru, annarrar en mat- og drykkjarvöru, jókst um 11,9% eða 3,3 milljarða en hverfandi aukning varð í innflutningi á mat- og drykkjarvöru. Innflutningur flugvéla varð 6,6 milljörðum minni en árið áður.

Vöruskiptin við útlönd janúar–júlí 2006
Millj. kr á gengi ársins 2006 Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, %  Janúar-júlí
Júlí  Janúar-júlí
  2005 2006 2005 2006
Útflutningur alls fob 16.585 16.167 125.967 130.482 3,6
Innflutningur alls fob 28.519 35.229 174.889 216.367 23,7
Vöruskiptajöfnuður -11.934 -19.062 -48.922 -85.885 ·

 
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar–júlí 2005 og 2006
Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-júlí
Júlí Janúar-júlí
  2005 2006 2005 2006
Útflutningur alls fob 13.914,8 16.167,2 116.570,9 130.481,6 3,6
Sjávarafurðir 7.725,1 9.686,4 66.612,7 73.550,5 2,2
Landbúnaðarvörur 249,0 213,5 2.152,8 2.169,6 -6,7
Iðnaðarvörur 5.162,2 6.011,8 38.487,7 50.727,0 22,0
Aðrar vörur 778,5 255,6 9.317,8 4.034,5 -59,9
Innflutningur alls fob 23.927,5 35.229,1 161.844,2 216.367,2 23,7
Matvörur og drykkjarvörur 1.610,9 2.061,1 11.442,2 12.576,1 1,7
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 6.208,8 8.443,1 38.806,2 56.988,0 35,9
Eldsneyti og smurolíur 3.098,6 5.136,6 14.870,2 19.554,3 21,7
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 5.438,1 11.009,5 34.602,4 59.893,8 60,2
Flutningatæki 4.105,8 4.059,6 36.644,5 36.496,2 -7,8
Neysluvörur ót.a. 3.445,6 4.492,7 25.306,6 30.602,6 11,9
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 19,8 26,6 172,1 256,0 37,6
Vöruskiptajöfnuður -10.012,7 -19.061,9 -45.273,3 -85.885,5 ·

¹ Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 8,1% hærra mánuðina janúar–júlí 2006 en sömu mánuði fyrra árs.
Í júlí 2006 var meðalverð erlends gjaldeyris 19,2% hærra en í júlí árið áður.

Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út í febrúar næsta ár á eftir.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.