FRÉTT ÞJÓÐHAGSSPÁ 01. OKTÓBER 2020

Hagstofa Íslands hefur gefið út þjóðhagsspá í ritröð sinni Hagtíðindum. Spáin tekur til áranna 2020 til 2026.

Horfur eru á að landsframleiðsla dragist saman um 7,6% í ár sem yrði einn mesti samdráttur á síðustu 100 árum. Áhrif kórónaveirufaraldursins (Covid-19) á hagkerfið hafa verið víðtæk. Ferðaþjónusta hefur nánast lamast og atvinnuleysi aukist til muna. Gert er ráð fyrir bata á næsta ári og að landsframleiðsla aukist um 3,9% á milli ára. Áætlað er að þjóðarútgjöld dragist saman um 3,6% í ár en að viðsnúningur verði á næsta ári og þau aukist um 3,9%.

Gert er ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um 5% í ár og að atvinnuleysi verði að jafnaði 7,8%. Á næsta ári er spáð 4,2% aukningu einkaneyslu og að atvinnuleysi verði 6,8%. Útlit er fyrir að útflutningur dragist saman um 30% í ár en búist er við bata á næsta ári og rúmlega 17% vexti.

Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 26. júní sl. og er næsta útgáfa fyrirhuguð í febrúar.

Þjóðhagsspá — Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1073 , netfang Marino.Melsted@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.