FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 07. APRÍL 2020

Heildarfjöldi gistinátta ferðamanna á Íslandi var um 10 milljónir árið 2019, en þær voru um 10,4 milljónir árið 2018. Nokkur fækkun gistinátta var á höfuðborgarsvæðinu (-7,0%) og Suðurnesjum (-5,8%), en 12,1% aukning var á fjölda gistinátta á Vestfjörðum.

Breyting milli ára eftir landsvæðum

Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 5,8 milljónir árið 2019. Gistinætur á tjaldsvæðum voru um 900.000, um 1,7 milljónir í annarri gistingu og um 1,6 milljónir í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.

Heildarfjöldi gistinátta árið 2019 dróst því saman um 3,3% á milli ára. Þar af var 1,2% fækkun á hótelum og gistiheimilum, 6,3% samdráttur á tjaldsvæðum, 10,8% samdráttur á stöðum sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður og 0,9% samdráttur var í annarri innigistingu.

Greiddar gistinætur ferðamanna 2019
Hótel og gistiheimili Vefsíður á borð við Airbnb Önnur gisting Tjaldsvæði
2019%2019%2019%2019%
Alls5.791.515-1,2%1.620.000-10,8%1.713.311-0,9%901.465-6,3%
Höfuðborgarsvæði2.729.785-3,4%856.000-18,4%815.062-2,1%46.611-37,2%
Suðurnes440.199-1,1%47.000-24,2%29.138-27,9%34.220-7,6%
Vesturland316.443-1,1%120.0006,2%109.4440,7%112.08014,1%
Vestfirðir102.2296,8%36.0005,9%34.623-12,6%79.92842,2%
Norðurland vestra82.764-8,4%38.0005,6%45.26612,8%32.0224,8%
Norðurland eystra545.3647,5%133.0000,8%147.666-5,8%196.156-15,3%
Austurland216.9828,4%89.0008,5%59.0438,9%88.802-37,8%
Suðurland1.357.749-1,3%301.000-2,3%473.0693,8%311.6466,8%

Samkvæmt áætlun byggðri á Landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands voru gistinætur erlendra ferðamanna árið 2019 tæplega 160.000 í bílum utan tjaldsvæða og um 300.000 hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða annars staðar þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu.

Tölur um fjölda erlendra gistinátta á gististöðum sem miðla gistingu gegn um Airbnb og svipaðar síður eru áætlaðar út frá svörum í Landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands. Í ljósi skyndilegrar fækkunar sem orðið hefur á brottförum frá landinu er mögulegt að endurskoða þurfi aðferðir við birtingu á tölum um fjölda erlendra gistinátta á stöðum sem miðla gistingu gegn um Airbnb og svipaðar síður.

Tilraunatölfræði um gistinætur á hótelum
Nú er unnið að því í gegn um tilraunatölfræðiverkefni innan Hagstofu Íslands að birta fyrsta bráðabirgðamat á fjölda gistinátta á hótelum innan 10 daga frá lokum mánaðar byggt á fyrstu skilum frá hótelum. Fyrsta birtingin verður aðgengileg á vef Hagstofu Íslands um tilraunatölfræði.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.