Frétt

föstudagur 2. nóvember 2012
Nr. 204/2012

Hagvöxtur verður 2,7% á árinu, en 2013 er spáð 2,5% vexti

Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út þjóðhagsspá á vetri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin nær til áranna 2012 til 2017. Í henni er m.a. gert ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 2,7% á þessu ári og 2,5% 2013. Aukin einkaneysla og fjárfesting eru að baki hagvextinum. Samneysla stendur nær því í stað 2012 til 2014.

Vöxtur einkaneyslu og bati á vinnumarkaði var góður á fyrri helmingi 2012, en hefur slaknað nokkuð á þriðja ársfjórðungi. Verðbólguhorfur eru stöðugar en viðskiptakjör hafa versnað lítillega. Fjárfesting eykst en er áfram lítil í sögulegu ljósi.

Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 5. júlí síðastliðinn og er ráðgert að gefa út næstu spá í lok mars 2013.

Þjóðhagsspá, vetur 2012 – Hagtíðindi

TalnaefniÖllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.

Nánari upplýsingar veitir Marinó Melsted í síma 528 1073.

 

Leita Leit

Byggir á LiSA CMS. Eskill -LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi