Frétt

fimmtudagur 26. apríl 2012
Nr. 80/2012

Leikskólabörnum fjölgar en leikskólum fćkkar

Í desember 2011 sótti 19.159 barn leikskóla á Íslandi og hafa ţau aldrei veriđ fleiri. Leikskólabörnum hefur fjölgađ um 198 frá desember 2010, eđa um 1,0%. Ekki hefur orđiđ breyting á hlutfalli barna á aldrinum 1-5 ára sem sćkja leikskóla frá fyrra ári, ţađ er um 82%. Börnum á öđru aldursári hefur ţó fćkkađ úr 35% í 29% af aldursárgangi. Einnig má greina breytingar á viđverutíma barnanna á ţann hátt ađ hlutfallslega fleiri börn dvelja 7 tíma og lengur á dag í leikskóla en fyrir ári síđan.

Leikskólum fćkkar og aukinn samrekstur leikskóla og grunnskóla
Í desember voru starfandi 265 leikskólar á Íslandi og hafđi ţeim fćkkađ um 12 frá árinu áđur. Breytingar á fjölda leikskóla hafa ađallega veriđ í Reykjavík en ţar fćkkađi leikskólum um 12 vegna sameininga.

Í kjölfar laga um leikskóla og grunnskóla frá árinu 2008 er orđiđ algengara ađ leikskólar og grunnskólar og jafnvel tónlistarskólar séu reknir sem ein skólastofnun međ einum stjórnanda. Í gagnasöfnun haustiđ 2011 eru tćplega 30 skólastofnanir ţar sem slíkur samrekstur á sér stađ. Ţetta rekstrarform er algengara í minni sveitarfélögum á landsbyggđinni en í stćrri sveitarfélögum ţó svo ađ undantekningar séu til frá ţví.

Börnum međ erlent móđurmál fjölgar um tćplega 100
Í desember 2011 eru 1.908 börn međ erlent tungumál ađ móđurmáli (10,0% leikskólabarna) og hafa aldrei veriđ fleiri. Ţessum börnum fjölgađi um 93 (5,1%) frá desember 2010. Af ţeim hafa 658 börn pólsku sem móđurmál og er ţađ algengasta erlenda tungumáliđ eins og undanfarin ár. Pólskumćlandi leikskólabörnum fjölgar um 138 frá fyrra ári. Ţá fjölgar leikskólabörnum sem hafa tćlensku ađ móđurmáli um 20 á sama tíma en börnum sem hafa filippseysk mál ađ móđurmáli fćkkar um 16.

Börnum međ erlent ríkisfang fjölgar
Í desember 2011 voru 863 börn í leikskólum landsins međ erlent ríkisfang (4,5% barna) og hafđi fjölgađ um 152 börn frá fyrra ári (21,4%). Ţetta rímar viđ fjölgun barna í leikskólum sem hafa erlent móđurmál. Fjölgunin er ađallega tilkomin vegna fjölgunar barna frá Austur-Evrópu (138 börn) og frá Eystrasaltslöndunum (13 börn). Frá ţví ađ Hagstofan fékk fyrst upplýsingar um ríkisfang barna úr ţjóđskrá áriđ 2008 hefur börnum međ erlent ríkisfang fjölgađ um 282 (48,5%).

 

Nemendum á Íslandi fjölgar á ný
Međ birtingu talna um börn í leikskólum eru fyrirliggjandi tölur um fjölda nemenda á öllum skólastigum á Íslandi haustiđ 2011. Allt frá árinu 1997 hefur nemendum á ţessum skólastigum fjölgađ stöđugt ţar til haustiđ 2010. Ţá fćkkađi um rúmlega 500 nemendur frá hausti 2009. Á haustönn 2011 stundađi 107.741 nemandi nám frá leikskólastigi til háskólastigs og hafa ţeir aldrei veriđ fleiri frá ţví ađ Hagstofan hóf ađ birta ţessar upplýsingar áriđ 1997.

TalnaefniÖllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getiđ heimildar.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000, netfang menntamal[hja]hagstofa.is

 

Leita Leit

Byggir á LiSA CMS. Eskill -LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi