Starfsemi

Á efnahagssviđi Utanríkisverslunardeild starfar ađ úrvinnslu gagna um útflutning, innflutning og vöruskiptin viđ útlönd. Vísitöludeild vinnur vísitölu neysluverđs, vísitölu byggingarkostnađar, vísitölu framleiđsluverđs og skyldar verđvísitölur. Deild um ţjóđhagsreikninga og opinber fjármál vinnur ađ framleiđslu- og ráđstöfunaruppgjöri ţjóđhagsreikninga, gerđ ársfjórđungsreikninga, tekjuathugunum, gerđ hagvísa og annast hagskýrslugerđ um búskap hins opinbera og tekjuskiptingu. Rósmundur Guđnason er skrifstofustjóri efnahagssviđs.

Um hagskýrslur gilda ţćr reglur almennt ađ ekki er veittur ađgangur ađ niđurstöđum  fyrir birtingu nema sérstakar ađstćđur krefjist ţess og eru viđkomandi ađilar bundnir trúnađi. Sérfrćđingar Rannsóknardeildar fá fyrirfram ađgang ađ niđurstöđum fyrir ársfjórđungslega ţjóđhagsreikninga áđur en ţćr eru birtar í júní ár hvert vegna undirbúnings ađ ţjóđhagsspá í ţeim mánuđi.

Á félagsmálasviđi starfar atvinnu- og félagsmáladeild ađ hagskýrslugerđ um vinnumarkađ, lífskjör og félagsmál, heilbrigđismál, stöđu kynja, dómsmál og umhverfismál. Launa- og kjaramáladeild annast söfnun og úrvinnslu gagna um kaup og kjör og launakostnađ. Mannfjölda- og manntalsdeild annast skýrslugerđ um mannfjöldann og breytingar hans. Mennta- og menningarmáladeild safnar og vinnur úr gögnum um nemendur og skólamál, menningarmál og fjölmiđla. Magnús S. Magnússon er skrifstofustjóri félagsmálasviđs og er hann jafnframt stađgengill hagstofustjóra.

Á fyrirtćkjasviđi starfar framleiđslu- og fyrirtćkjadeild ađ hagskýrslugerđ um fyrirtćki og fyrirtćkjskrá til hagskýrslugerđar. Á sviđinu er einnig unnin tölfrćđi um afla, iđnađarframleiđslu, gistinćtur og notkun upplýsingatćkni. Böđvar Ţórisson er skrifstofustjóri fyrirtćkjasviđs.
 
Ţjónustu- og ţróunarsviđ fćst viđ ýmis verkefni sem tengjast allri starfsemi Hagstofunnar. Tvćr deildir heyra undir sviđiđ, rannsóknir og gagnasöfnun og upplýsingatćkni og miđlun. Rannsóknir og gagnasöfnun vinnur ađ framkvćmd rannsókna og annarri gagnasöfnun. Upplýsingatćkni og miđlun annast vefi Hagstofunnar, útgáfumál, upplýsingagjöf og fer međ allt er snertir tölvukerfi og hugbúnađ Hagstofunnar. Innan ţessa sviđs er enn fremur unniđ ađ ýmsum ţróunarmálum sem varđa međal annars hugbúnađ, stađla, flokkunarkerfi og gćđamál. Hrafnhildur Arnkelsdóttir er skrifstofustjóri ţjónustu- og ţróunarsviđs.

Rannsóknardeild.  Međ breytingu á lögum um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerđ, sbr. 47. gr. l. nr. 98/2009,  var Hagstofunni faliđ ađ  starfrćkja sjálfstćđa rannsóknareiningu sem er ađskilin hagskýrslustarfseminni. Rannsóknareiningin skal fylgjast međ afkomu ţjóđarbúsins, semja ţjóđhagsspár og áćtlanir og birta opinberlega. Um birtingar á skýrslum rannsóknareiningarinnar gilda sömu reglur og um birtingu hagskýrslna. Ađrir fá ekki ađgang ađ efninu fyrir birtingu nema sérstakar ađstćđur krefjist ţess og eru viđkomandi bundnir trúnađi.  Ber ađ upplýsa um slíkar undantekningar opinberlega. Sérfrćđingar fjármálaráđuneytis fá ađgang ađ drögum ađ ţjóđhagsspá áđur en hún er birt opinberlega vegna samspils opinberra fjármála og ţjóđhagsspár viđ undirbúning fjárlagafrumvarps og fjárlaga. Rannsóknardeildin heyrir beint undir hagstofustjóra.  

Rekstur og fjármál heyra beint undir hagstofustjóra og er Hólmfríđur Gísladóttir fjármálastjóri. Starfsmannahald og frćđslumál heyra einnig beint undir hagstofustjóra og er Ólafur Arnar Ţórđarson starfsmannastjóri.

Hagstofunni stýrir hagstofustjóri. Ólafur Hjálmarsson var skipađur hagstofustjóri frá og međ 1. mars 2008. Hagstofustjóri, skrifstofustjórar og fjármálastjóri mynda yfirstjórn Hagstofunnar.
 
Hagstofa Íslands tók til starfa áriđ 1914. Til ársloka 2007 var hún eitt ráđuneyta í Stjórnarráđi Íslands. Hagstofan hefur lengst af starfađ samkvćmt stofnlögum sínum frá 1913 og lögum og reglugerđ um Stjórnarráđ Íslands. Hinn 1. janúar 2008 var Hagstofa Íslands lögđ niđur sem ráđuneyti. Ţá tóku gildi ný lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerđ og komu ţau ađ mestu í stađ eldri löggjafar um starf Hagstofunnar. Samkvćmt ţeim er Hagstofan sjálfstćđ stofnun sem heyrir undir forsćtisráđherra. Í 1. gr. laganna segir ađ Hagstofan sé miđstöđ opinberrar hagskýrslugerđar í landinu og hafi forystu um tilhögun, samrćmingu og framkvćmd hennar svo og um samskipti viđ alţjóđastofnanir á ţessu sviđi.

Auk hinna nýju laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerđ og sérlaga um verđ- og launavísitölur starfar Hagstofan í samrćmi viđ samţykktir Sameinuđu ţjóđanna um grundvallarreglur um opinbera hagskýrslugerđ; verklagsreglur í hagskýrslugerđ svo og viđ ákvćđi laga um persónuvernd og međferđ persónupplýsinga. Ennfremur hefur Hagstofan sett sér eigin reglur um međferđ trúnađargagna.

Starfsemi ţjóđskrár sem annast almannaskráningu var flutt frá Hagstofu Íslands til dómsmálaráđuneytis 1. júlí 2006.

Leita Leit

Byggir á LiSA CMS. Eskill -LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi